Ferðir Fararsniðs hitta í mark

UPPFÆRT: Aðeins örfá sæti laus í 2 ferðir, sjá hér fyrir neðan.

Það er gaman frá því að segja að nú um áramótin eru ferðir Fararsniðs 2019 meira og minna uppbókaðar. Íslendingar eru líka sífellt að taka betur við sér þegar kemur að því að bóka utanlandsferðir í tæka tíð. Allmargir hafa líka sent okkur póst og óskað eftir að vera á biðlista í þessa eða hina ferðina, ef eitthvað skyldi nú detta út.

Við höfum frá byrjun miðað við að bóka ekki fleiri en 25 +/- í Sælkeragöngurnar okkar. Það er staðreynd að í litlum hópum myndast mun fyrr góður andi, allir hafa kynnst öllum á fyrstu tveim dögunum eða svo. Þetta gerir þeim líka léttara fyrir sem eru einir að ferðast.

Valencia, borg & sveit

mercado_central_de_valencia
Mercado Central, arkitektinn skólabróðir Gaudi

Fyrsta ferðin okkar á ári hverju er Menningarferð til Valencia á Spáni (aðeins 6 sæti laus), allar hinar ferðirnar eru svo til Ítalíu.  Íslendingar eru auðvitað upp til hópa orðnir gjörkunnugir svæðunum til austurs og vesturs frá Alicante.  Svo lengi hefur verið flogið þangað í beinu flugi frá Íslandi, enda þúsundir landsmanna sem eiga þar fasteignir.

Þess undarlegra er það hve fáir landar okkar virðast hafa heimsótt borgina Valencia lengur en í nokkra klukkutíma eða dagpart. Borgin er í dag oft kölluð höfuðborg appelsínunnar, eins og hún áður hafði verið kölluð höfuðborg silkisins.

Auðvitað er auðlegð hennar miklu eldri en bara frá öldum silkiræktarinnar. Fjarlægðin frá Madrid, eða réttara sagt nálægðin við Madrid gerði það að verkum að hún þróaðist í að verða stærsta hafnarborg Spánar.

Valencia á langa sögu

turia-garden
Árfarvegurinn í dag er einn fallegasti almenningsgarður Evrópu

Turíaáin sem hlykkjaðist í gegnum borgina var skipgeng alllangt inn í land.  Í krappri bugðu, þar sem einfalt var að byggja einn varnarvegg til að loka tungunni reis fyrsti hluti borgarinnar.  Á nákvæmlega sama hátt staðsettu Rómverjar borgina Verona í gegnum lykkju á Adige ánni.

Toskana er engu lík

toscana-sangemignao-getty-653x435
San Gimignano verður trúlega viðbót við Toskanaferðina 2019

Næsta ferð í röðinni er Sælkeragangan til Toskana og hún seldist upp á fjórum vikum strax í ágúst á síðasta ári.  Ólíkt öðrum ferðum okkar er sú ferð jafnan 10 – 11 daga löng.  Það helgast af því að flogið er til Milano og þá er eftir tæpra fimm tíma akstur suður til Montecatini Terme, þar sem við gistum.

Tign Gardasvæðisins höfðar mjög til Íslendinga

2017-06-03 15.00.28
Það er eitthvað mikilfenglegt að ferðast um Garda

Stór hópur fólks óskaði eftir Sælkeragöngu til Garda í lok júní og því settum við upp aukaferð þangað 29. júní – 06. júlí.  Uppselt er í júlí-ferðina.  Upphaflega fórum við í Gardaferðirnar okkar á þessum tíma.  Það er nefnilega talsverður munur á því hvort maður er á rölti um náttúru Gardasvæðisins í júní eða ágúst.  Í júní er enn allt í blóma.

Á seinni árum höfum við farið reglulega til Garda í ágúst mánuði.  Þá er ekki eins heitt þar uppfrá eins og niður í Toskana.  Vínakrarnir eru að taka á sig hina skemmtilegu og spennandi mynd.  Sömuleiðis eru ólívutrén nú farin að skarta fallegum klösum og gildir þá einu hvort trén eru um tvítugt eða 300 ára gömul, uppskeran er sú sama.  Aðeins 2 sæti eru laus í ágústferðina til Garda.

Torino reyndist réttilega falinn fjársjóður

Savoi höllin I
Savoihöllin í Torino

Fyrri nýjungin okkar á síðasta ári var Sælkera- og menningarferð til Torino.  Hún seldist upp og þótti mjög spennandi.  Kannski spurðist það eftir heimkomu okkar, því stuttu seinna hafði heill Rótarýklúbbur samband við okkur og keypti upp öll sætin fyrir 2019.  Það var í raun ósköp ánægjulegt og vonandi staðfesting þess að við höfum hitt á góða samsetningu ferðar.

Vínuppskeruferðin sló í gegn

Vínuppskera
Við vorum á besta tíma í Valpolocella

Hin nýjungin kom upp í hendur okkar, þegar 10 manna hópur bað okkur að skipuleggja vínuppskeruferð á einhver áhugaverð vínsvæði.  Þar sem þekking okkar er orðin mest á vínum og vínhéruðum Ítalíu, lá beint við að setja stefnuna þangað.  Vínuppskeran á Norður-Ítalíu fer fram á tímabilinu 20. sept – 15. okt., dálítið eftir árferði og þrúgum.

Við ætlum að endurtaka svona ferð nú í haust og nú er uppselt í hana.  Þegar við fórum að setja saman ferðina, gerði ég hópnum ljóst að við vildum byggja hana upp á svipaðan hátt og sælkeragöngurnar okkar.  Til viðbótar við heimsóknir í vínkjallara  vildum við nota hvern dag til einhverrar hreyfingar og við vildum heimsækja góða veitingastaði.

… og svo var það allur maturinn

screenshot 2019-01-08 13.09.58
Kokkurinn á herragarðinum okkar er margverðlaunaður

Á herragarðinum, þar sem við ætluðum að gista, bauðst okkur að taka hálfsdags kúrs í ítalskri matargerð.  Að sjálfsögðu kom ekki til greina að sleppa því , enda kokkurinn þar fengið viðurkenningu frá Michelin árlega síðan 2006.  Til viðbótar þessu öllu heimsóttum við ólívuolíupressun og komumst í litla mjólkurstöð sem sérhæfir sig í gerð ítalskra osta.

Það er voða gaman að finna svo góðar viðtökur frá þeim sem þekkja til ferðanna okkar.  Við setjum lítinn pening í að auglýsa okkur upp, en treystum á gott orðspor og þakkláta farþega.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s