Vorferð til Valencia

Það er orðið langt síðan nokkuð hefur verið fjallað um Valenciuborg á Spáni, borgina sjálfa og sveitirnar í kring.  Nú skal bætt úr því, enda af nógu að taka þegar skrifa á um menningarferð á þær slóðir.

Sá sem fer á eigin vegum til Valencia getur auðvitað fengið mikið út úr heimsókn þangað, jafnvel þó aðeins sé staldrað við í 3-4 nætur.  Þær ferðaskrifstofur sem hafa verið að bjóða ferðir þangað hafa hins vegar ekki lagt áherslu á að hafa annað innifalið í ferðinni en flug, hótel og kannski flugavallarrútur.

valencia

Merkileg borg Valencia, höfuðborg appelsínugarðanna

Annað verða farþegarnir að bóka og borga sérstaklega fyrir og þá er upphaflega verðið fljótt að breytast frá þeirri tölu sem fyrst er kynnt.  Setningin: „Verð frá …..“ bendir ævinlega til lægsta mögulega verðs, það á auðvitað líka við um flugverð og bílakaup.

Við höfum hinsvegar eins og í öðrum ferðum okkar haldið að hópunum því sem við teljum markverðast í menningu og sögu borgar og sveitar.  Við höfum farið í gönguferðir um borgina með innlendum leiðsögumönnum.  Við höfum leitt þá á milli hinna stórskemmtilegu „tapasstaða“ Ruzafa hverfisins að kveldi.

37 Xativa Castle DSC04006 DSC04006 www.for91days.com

 

Ekki bara borgin, líka sveitirnar í kring

Við höfum farið í rútuferðir út í sveitirnar í kring, helst bara hálfan dag.  Þegar ferð hefst að morgni er komið til baka það snemma að enn sé nóg eftir af deginum fyrir „prívat“ stundir.  Þetta hefur fólki þótt mjög mikilvægt.

Þegar morguninn er frjáls og þannig ferð hefst um miðjan dag, þá endum við gjarnan ferðina á góðum veitingastað í sveitinni.  Við förum samt ekki lengra en svo að allir eru komnir aftur heim á hótel fyrir miðnætti.  Í báðum tilfellum reynum við að blanda léttri gönguferð í dagskrána.

Það sem mesta hrifningu hefur þó vakið er dagurinn sem hefst á stuttri siglingu um Albufera lónið.  Að henni lokinni höfum við svo drifið alla í að læra að elda „paellu“, en hún er talin upprunnin í Valencia, einmitt vegna hins mikla Albufera lóns.  Það er önnur saga.

20180214_122903

Leyndardómar og saga paellunnar

Þau sem að kennslunni standa eru miklir eldhugar og hugsjónafólk varðandi uppruna og eldun hinnar „kórréttu“ paellu.  Þau eiga vart nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á þeim „hryllingi“ (að þeirra mati) sem búið er að vanvirað þjóðarréttinn þeirra með, allt í þeim tilgangi að þjónka við „túristana“.

Í þeirra huga er paellugerð hrein og ómenguð helgiathöfn.  Til athafnarinnar skal mæta öll fjölskyldan, hversu margar kynslóðir sem um er að ræða.  Eldunin skal taka langan tíma og öllum ber að hjálpa til, ungum og öldnum.  Með vökvun holdsins af góðu rauðvíni eða hvítvíni, verða þessir þrír tímar sem fara skulu í eldun og át, að einlægri fjölskylduhátíð, hvern sunnudag eftir messu.

Flóð í Valencia

… og loks fór að rigna

Að morgni 13. oktober 1957 tóka að rigna í Valenciahéraði, öllum til ómældrar gleði.  Ekki hafði komið dropi úr lofti í fleiri mánuði, gróður allur að skrælna og jarðvegur eins og hörð skel, sem hann var.  Það stytti ekki upp allan þann sólarhring og ekki heldur þann næsta.  Úrhellið jókst ef eitthvað var.

Í gleði sinni yfir langþráðu regni brást enginn við fyrsta sólarhringinn, það hlyti að stytta upp fljótlega.  Svo fóru heilu trén og jarðvegshraukarnir að berast ofan úr fjöllunum niður í borg.  Enn voru allir voru rólegir, en aðfarnótt þess 14. flæddi Turia áin upp úr farvegi sínum, sem hlykkjaðist gegnum borgina.

Götur tóku að stíflast og vatn að flæða inn í kjallara.  Allt sem ekki stóðst flauminn fór af stað, lokaði götum og torgum þar sem vatnsflaumurinn hefði átt að geta runnið áfram til sjávar.  Brýrnar yfir Turíaá voru horfnar í vatn, fólk var farið að drukkna inni á heimilum sínum.  Enginn kunni að bregðast við þvílíkum hamförum.

turia-garden

Turiagarðurinn ótrúlegi

Þegar ósköpunum lauk var fljótlega tekin ákvörðun um að færa ána til og beina henni til sjávar sunnan borgarinnar.  Eftir stóð breiður og mikill árfarvegur sem snerti alla borgarhluta.  Eftir miklar bollaleggingar og þras bar borgaryfirvöld gæfu til þess að leggja þar almenningsgarð og er hann stolt borgarinnar í dag, með öllum sínum vísinda- og listastofnunum.

Kvöldverður sem engan óraði fyrir

Þessi fræga „rúsína í pylsuendanum“ (hef reyndar aldrei smakkað þannig pylsu) er svo Lokakvöldverðurinn.  Við fundum veitingastað sem er staðsettur, eins og væri hann á jarðhæð í blokk, í Neðra Breiðholtinu.  Öfgarnir þegar inn er komið, þjónustan, maturinn og vínin eru þannig, að það er bara vitleysa að reyna að lýsa því eitthvað.

onomuo6wduhjxahlx_os7ra77lhpi8mkvotf-tckp8d5yflev9h8y4l7iwpqy_vujzpbjssf_777m4s8fpfmrl5vpllwl4byhgblxzv7cdyku9uc6yhkrzxosgjgkklpca41btoikapfxsespoqwbdfibghsrd6wkagkid0yx5hielfztqkg3k-nekphu5imeugtwapf

Frú Rodrigo, aðalkokkur og eigandi staðarins, hefur margsinnis hlotið tilnefningu til Michelin stjörnu, en jafnan afþakkað.  Henni finnst góður matur og þjónusta, en þó fyrst og fremst ánægðir viðskiptavinir, meira atriði en sá vegsauki sem stjarnan veitir.  Hún gengst reglulega fyrir námskeiðum og sýnikennslu fyrir kvenkokka og er því stórt nafn í hópi evrópskra meistarakokka.

Borðbúnaðurinn, diskar og hnífapör eru svo sérstakur kapituli í því að snæða á þessum stað.  Stelpurnar úr Kvennó ´68, sem snæddu þar í maí sl. urðu orðlausar aftur og aftur og þarf þónokkuð til.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s