Góðir ferðafélagar í Garda

Er það ekki til marks um vel heppnaða ferðadagskrá, þegar manni finnst ennþá jafn gaman og í fyrstu ferðunum, fyrir 14 árum.  Óbreytt ferðagleði farþeganna og tilhlökkun fyrir næsta degi er líka nokkur staðfesting á að dagskráin sé áhugaverð.

Við höfum reynt að vera næm á gleði farþeganna með hvert atriði fyrir sig, gönguleiðir, veitingahús, matseðla og þess háttar.  Þannig hafa allar okkar ferðir tekið einhverjum breytingum í gegnum árin og augljóslega til hins betra

Garda hrífur enn

Ponte Pietra ágúst 2018

Góður maður sagði einhverntíma við mig, „það eru allir búnir að koma til Garda, sá staður er orðinn úreltur“.  Rétt er það að fjöldi Íslendinga hefur ekið um Gardasvæðið, kannski dvalið einn dag eða eina nótt og svo horfið af vettvangi án þess að kynnast neinu af daglegu lífi fólksins.

Það hafa líka margir Íslendingar ekið um Þrastaskóg, en þeir þekkja hann ekki mikið, vita ekki einu sinni af tjaldsvæðinu við Sogið eða um Álftavatn.  Ég nefni Þrastaskóg af því að hann er í næsta nágrenni við rúmlega helming íslensku þjóðarinnar, en margir vita ekki einu sinni að hann heitir Þrastaskógur.

Að dvelja við fegurð vatns og fjalla, er allt annað en að aka þar í gegn, eða koma í myrkri í gististað og aka brott í dagrenningu.  Það er ekki fyrr en maður gefur sér tíma til að dvelja á staðnum, hvort sem er Garda eða Þrastaskógur, sem maður skynjar að „maður og náttúra“ geta og eiga að vera eitt.

Eyjamenn og optikerar

Dacia 2018

Það fór 25 manna og kvenna hópur með okkur  í Sælkeragöngu til Garda í ágúst síðastliðnum.  Eftir tvo daga hlaut ég að spyrja inn í hópinn „þekktust þið kannski flest fyrir þessa ferð“?  Svarið var nei, en eftir skemmtilegar samvistir í jafn stuttan tíma og raun var á, voru allir í hrókasamræðum við morgunverðarborð, á gönguferðunum, á veitingastaðnum og barnum.

Hápunktar

Af viðbrögðum fólks var eiginlega um tvo eða þrjá hápunkta að ræða.  Við spurðum hópinn um þetta atriði og fengum mörg svör.  Óperukvöldið í Arenunni, „Celeste Aida“ flutt undir fullu tungli í 26 stiga hita er eitthvað sem hæpið er að gleymist.

Gönguferðin á La Rocca og hádegisverður úti í garði á eftir, með góðu léttvíni og limoncello í lokin er þannig að maður nennir ekkert endilega að yfirgefa svæðið.

Kvöldverðirnir í Bardolino og í sveitinni síðasta kvöldið eru þesskonar kvöld að fólk segir aftur og aftur „hvernig í ósköpunum finnið þið svona staði“?

Virði minninganna

Tre Camini

Leyndarmálið er, að það er ekki bara eitthvað eitt sem skilur á milli góðs og lakara.  Ef í hendur haldast fallegt umhverfi, góður matur og eðalvín, góð þjónusta og rólegt andrúmsloft, þá verður til kvöldstund sem ekki gleymist.

Góðar minningar hafa líklega aldrei verið metnar til fjár, en þær eru eitt virðið í ferðunum okkar.  Við höfum þá skoðun, að þó það kosti meira í upphafi að við hjónin fáum að velja borðvínin, eða felum það veitingamanninum, þá eyðum við hættunni á að fólk velji sér ódýr vín með veislumat.  Þessvegna kjósum við að hafa vínin innifalin í verði.

Portúgalir segja: „a good meal with a poor wine is a poor meal – a poor meal with a good wine is good meal“.  Auðvitað eru ekkert allir sem kjósa að nota vín með mat en njóta alls hins kannski enn betur, umhverfis, matar og þjónustu.

Heimamatur

L´Unico

Á hverjum stað sem við veljum fyrir sælkeragöngurnar okkar, reynum við að kynna þá rétti sem heimamenn telja einkennandi fyrir sína sveit.  Þetta virkar jafnan afar vel.  Íslendingar eru þó góðu vanir og stundum hefur maður fundið fyrir vonbrigðum, þegar væntingar eða kröfur bragðlaukanna verða einlægri forvitninni um eitthvað nýtt, yfirsterkari.

Undarlegast hefur mér þótt hve mörgum íslendingum þykir lítið spennandi að smakka fisk í suðlægum löndum.  Jafnvel hefur maður heyrt sleggjudóma eins og „ég er ekki kominn til útlanda til að borða fisk“.  Sjálfum finnst mér mun áhugaverðara að borða fisk og/eða skelfisk, hvort sem er að kvöldi eða í hádegi.

Í næsta pistli ætla ég að fjalla um jómfrúarferðina okkar til Torino og Piemonte.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s