Ferðaframboð Fararsniðs 2019

Gaman er að segja frá því að allar þær ferðir sem við settum í sölu fyrir árið 2018 seldust upp með góðum fyrirvara.  Það er því engin ástæða til annars en að endurtaka þær allar á næsta ári.

Fyrsta ferðin okkar var til borgarinnar Valencia á Spáni og var hún ekki nema að nokkru leiti hugsuð sem sem gönguferð.  Þetta var nokkurskonar tilraunaferð og hafði ekki verið farin áður.  Þarna var auðvitað gengið um gömlu borgina, um leið og saga hennar og menning voru kynnt hópnum.

Einum degið var varið í sveitinni, þar sem gengið var upp í Márakastalann sem gnæfir yfir bænum Xativa og á lokadegi var gönguferð um hinn einstaka Turíagarð, sem formaður var í árfarvegi Turía árinnar eftir flóðið mikla 1957.   Á næsta ári verður þessi ferð lengd úr fjögurra í sjö nátta ferð.

Önnur ferðin var hin vinsæla Sælkeraganga til Toscana.  Hún var 10 nætur að þessu sinni og mikill fögnuður yfir henni, hvort sem um var að ræða unga eða eldri.  Í þrem tilfellum var um mæðgur að ræða og virtust báðar kynslóðir fá jafn mikið út úr dvölinni í Montecatini Terme, menningunni, matnum og hreyfingunni.

Þriðja ferðin verður Sælkeragangan til Garda.  Nú eru 12 síðan við fórum fyrstu ferðina þangað og hefur hún aldrei fallið niður, en þrjú árin voru tvær eða þrjár ferðir farnar sama árið.  Nú höfum við bætt inn í þessa ferð, kvöldi í Arenunni í Verona, þar sem við sjáum og heyrum „Aida“ eftir Verdi.

Nú þegar hefur 12 manna hópur óskað eftir plássi í ferðina 2019, þó hvorki dagsetningar eða verð liggi fyrir.

Fjórða ferðin verður svo farin til Torino og er það nýr áfangastaður, eins og Valencia.  Ásamt léttum gönguferðum, úrvals máltíðum í anda Piemontmanna og vínkjallara heimsóknum munum við líta til „trufflu bónda“, þó svo tínsla hvíta trufflusveppsins sé ekki hafin.

Sem hápunkt Torinoferðarinnar munum við svo heimsækja Santa Maria della Grazie klaustrið í Milano og standa frammi fyrir stórvirki Leonardo da Vincis, „Síðustu kvöldmáltíðinni“.  Einhverjir munu jafnvel kíkja inn í litlu kapelluna þar sem mögulegt líkklæði Krists „Torino klæðið“ er geymt.

Fimmta og síðasta ferðin er svo þriðja nýjungin okkar, Vínuppskeruferðin til Soave og Valpolicella.  Reyndar heimsækjum við einnig kjallara í tveim öðrum vínsvæðum, þ.e. Trento og svo litlu perlunni Lugana, sem hefur algerlega slegið í gegn á síðustu 5-10 árum.  Fjölmargir hafa haft samband og óskað eftir að vera á lista fyrir næsta ár.

Að endingu langar mig að benda á, að undantekningarlítið er allt innifalið sem nefnt er í ferðadagskrám okkar.  Þá á ég við allan rútuakstur, skoðunarferðir, máltíðir, heimsóknir á merka ferðamannastaði og söfn eða óperur.

Þetta er ólíkt því sem lesa má heimasíðum flestra annarra ferðaskrifstofa, þar sem fátt er innifalið annað en flug, gisting m/morgunverði og rúta til og frá flugvelli.  Skoðunarferðir þarf að bóka sérstaklega og greiða dýru verði, að maður tali ekki um íburðarmikla kvöldverði eða annað sem til yndis má telja.

SÆLKERA- OG MENNINGARFERÐIR FARARSNIÐS 2019
Hér geturðu séð dagskrá allra ferðanna.  Nú er hægt að staðfesta Garda-ferðirnar!

MAÍ – Menningarferð til Valencía – Opið fyrir bókanir
JÚNÍ – Sælkeraganga í Toscana – UPPSELT

JÚNÍ/JÚLÍ –  Sælkeraganga við Gardavatn – AUKAFERÐ – 
12 sæti laus!
ÁGÚST – Sælkeraganga við Gardavatn
– Opið fyrir bókanir
ÁGÚST/SEPT – Sælkeraganga í Torino
OKTÓBER – Vínuppskeruferð í Soave – Opið fyrir bókanir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s