Leikföng tímans?

Þegar maður er að ferðast í útlöndum er eðlilegt að tíminn sér manni dýrmætur, svo dýrt sem það nú er að komast yfir hið breiða haf héðan frá Íslandi.  Það skiptir því öllu máli að ferðadagskrá, ef hún á annaðborð er fyrirhuguð, sé raunhæf tímalega, en líka þannig að vel sé farið með tímann.

Í fyrsta sinn á ferlinum, var ég á dögunum að setja saman ferðadagskrá um slóðir sem ég hef ekki áður komið á, nema að hluta til.  Þetta er ótrúlega snúið, ef maður vill að tíminn sé vel nýttur, hver stund á einhvern hátt fræðandi eða skemmtileg og dagurinn ekki of lýjandi, að maður tali nú ekki um, tímamörkin standist.

Tímasóun

Þegar ég stend frammi fyrir þessu sé ég, að í marga ferðina hef ég verið sendur, sem fararstjóri, þar sem skipuleggjendur höfðu ekki gert sér grein fyrir „tíma og rúmi“.  Sett inn staði til að heimsækja, sem ekki var raunhæft að gera nein sérstök skil vegna tímaskorts, eða voru einfaldlega ekkert áhugaverðir og hálfgerð „tímasóun“.  Tímasóun er reyndar mjög afstæð hugmynd.

2016-09-24 11.58.42
Grettir leitt ekki á laugarferð sem tímasóun

Þetta skipulagsatriði er sérstaklega viðkvæmt þegar um sambland af gönguferðum og annarri upplifun er að ræða.  Eitt er að ganga á fallegan stað, þó það taki langan tíma og þrek, hitt er svo að koma sér til baka.  Þá er eins gott að ætlunin hafi hvort eð er verið hreyfingin sjálf, jafnvel frekar en áfangastaðurinn.  Svo er bakaleiðin ekki alltaf eins og leiðin á áfangastað.

Tímaskortur

Sem betur fer er hitt algengara að manni hefur tekist að finna, eða gera einhvern stað eða augnablik svo áhugavert að farþeginn vill hafa meiri tíma.  Að fara hluta úr degi til Flórens eða Feneyja er auðvitað bara eins og að leyfa okkur einungis að líta yfir veisluborðið, eða finna lyktina af rjúpunum en fá ekki að setjast og smakka.

Í slíku tilfelli hef ég bent fólki á að svona dagstund sé bara hugsuð til að fólk geti ákveðið með sjálfu sér „hingað verð ég að koma aftur“ eða „hingað langar mig ekki aftur“.  Mér til mikillar furðu hef ég hitt fólk sem hefur komið til Feneyja og segist aldrei ætla að fara þangað aftur.  Það er engin önnur borg í veröldinni neitt eins og Feneyjar.

4q5b4ass4llji0h_t9jfqmyqmdzspbpvi38dpsuh0nu6z6q9hbqxvipyez6ahjaa1fcrats1ka1i93elgk7q1b_tbgpqjmypg-0h85g6ss8lwhsqmyaqlphyi2e9cek9-w9itrns9fn6fmivgq2t1qgtc3eqnp_zvbhco97ly1xynqe0w-kyt-8qerbu2nh5wbqq-ev8
Í góðum hópi gleymist tíminn

Tíminn

Tíminn líður hægt í gönguferðum, eða það finnst manni stundum.  Er það vegna þess að við vitum að við erum lengur á áfangastað heldur en í bíl, eða að okkur hefur leiðst puðið.  Það segir fyrst og fremst eitthvað um okkur sjálf, ekki náttúruna sem gengið var um.

Á einkennismyndinni reynir Salvador Dalí að túlka „Þrautseigju minninganna“, sem eiga það reyndar til að skekkjast aðeins.  En eru það ekki einmitt minningarnar, réttar eða brenglaðar, sem er virðið í hverri ferð sem farin er.

Afstæði tíma og tilveru

Tíminn líður oft ennþá hægar í rútuferðum, þó lengra sé farið og hraðar en í gönguferð.  Kannski einhverskonar míkróbrot af afstæðiskenningunni.  Það er vegna þessa sem við reynum að halda rútuferðum í lágmarki, oft aðeins til að komast til baka eftir vel heppnaðan göngudag.

Hvað er að fara vel með tímann?  Mörgum finnst að svarið sé að komast yfir mest á afmörkuðum tíma.  Öðrum líður betur eftir að hafa náð að staldra við á einhverjum stað og njóta útsýnis, kyrrðar, angan gróðurs, magnaðs listaverks eða verkfæðiundurs.  Koma ekki samur til baka.

Í næstu pistlum verður horfið til þess að segja ykkur sögur í ferðum vorsins.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s