Á næstunni ætla ég að skrifa nokkra pistla sem einkum eru ætlaðir kennurum eða bara öllum þeim sem áhuga hafa á skóla og uppeldismálum.
Hliðstæðir skólar heimsóttir í Suður-Evrópu
Grenivíkurskóli fór í sérlega skemmtilega ferð í fjallabæi vestan borgarinnar Valencia nú í vetur er leið. Þar voru fjórir fámennisskólar heimsóttir. Þetta var einkar áhugavert fyrir fámennan skóla úr Eyjafirði.
Grunnskóli Grundarfjarðar fór nú á síðasta vetrardag í sex daga ferð til Týról og Ítalíu. Heimsóttir voru þrír skólar, í Innsbruck og Verona. Sérstakan áhuga vakti Montesoriskóli og einnig þótti kaþólski skólinn áhugaverður.

Að kynnast menningu gestalandsins
Samhliða skólaheimsóknunum fór hópurinn svo í skemmtilegar gönguferðir um hina fögru náttúru Gardavatnsins. Í leiðinni kynntust þau matar og vínmenningu Ítalanna og skólaleiða gætti hvergi í þeim rannsóknum.
Snemma í júní heldur svo Fossvogsskóli til Helsinki. Þar heimsækir hann þrjá skóla og tekur þátt í „workshop“ í „Finnsku leiðinni“.
Einn skólanna, sem Fossvogsskóli heimsækir, er staðsettur á verndarsvæði UNESCO og eru nemendunum falin sérstök verkefni og ábyrgð til að viðhalda sérstöðu umhverfisins. Augljóslega verða börnin betur meðvituð um mikilvægi þess að varðveita „arfleifð“ hver sem hún er, ef þau alast upp í þeirri hugsun.

Fyrirspurnir vegna 2019
Nú þegar hafa þrír grunnskólar haft samband við okkur varðandi skipulagningu skólaheimsóknar til útlanda á næsta ári.
Áhugasamir ættu að hafa samband fyrir skólalok þessa árs. jonkarl@fararsnid.is