Torino og Savoyríkið gleymda

Pistlaskrif féllu niður í síðustu viku, þar sem við vorum með stóran hóp kennara og maka frá Grundarfirði, í sex daga ferð til Innsbruck, Verona og Garda.  Þar var blandað saman mjög skemmtilegum skólaheimsóknum og þeirri dagskrá sem viðhöfð er í Sælkeragöngunni vinsælu.

Hvar var Savoy?

savoy
Savoy ríkið gleymda

Eins og sjá má af kortinu náði Savoy ríkið frá Genfarvatni og allt suður til Miðjarðarhafs, þar sem Nice var hafnaborg ríkisins.  Torino/Turin var höfuðborgin, en hún naut menningaráhrifa frá Frakklandi, Sviss og ítölsku borgríkjunum.  Ríkið átti og á sinn eigin þjóðsöng.

Flavius Aetius, hershöfðingi, sá er þá hafði stöðvað innrás Atla Hunakonungs, klauf franska hluta ríkisins frá Burgundi árið 443 og Chambéry varð miðstöð þess héraðs.  Þrátt fyrir nokkurt sjálfstæði taldist það enn hluti þess Frakklands, sem þá var þekkt.

Upptaka í reglu Savoy ættarinnar.
Fjölskyldan heldur enn í ýmsar hefðir

Ríki verður til

Á níundu öld var það ríki sem seinna varð þekkt sem Savoy, enn hluti af Frakklandi, allt fram til samningsins sem kenndur er við Verdun árið 843.  Þar á eftir fylgdu áratuga hræringar bæði heima í héraði og valdabrölt utan þess er farið að tala um Savoy & Provence í einu orði.

1003 birtist Rúdolf III, konungur af Burgundy og gerir sjálfan sig að herra yfir Savoy og til verður Savoy ættin, sem átti eftir að vera við völd lengur en nokkur önnur ætt í allri Evrópu.  Frá 1416 kallast svæðið Hertogadæmið Savoy og stendur sem sjálfstætt ríki til 1860.  Þetta eru rúm áttahundruð og fimmtíu ár.

Savoy var áður kennt við, eða tengt við Provence og einnig Burgundy.  Bæði þessi héruð eru enn til.  Ítalski hluti gamla ríkisins heitir í dag Piemonte.  Engin af 26 kantonum Sviss heitir í dag Savoy.  Ríkisfáni Savoy er glettilega líkur þeim danska, hlutföllin í krossinum bara önnur.  Nafnið Savoy finnst í dag bara á hótelkeðjunni.

Norrbotten, Kiruna, Jukkasjärvi, Lappland, Övrigt-Djur, Miljöer-Fjällmiljö
Hreindýrahjörð í Lapplandi

Á ýmsan hátt upplifa þjóðir uppruna sinn eða þjóðerni.  Kúrdar úthella blóði ættmenna sinna og afkomenda til að reyna að endurreysa Kúrdistan hið forna.  Lappar/Samar láta sér í léttu rúmi liggja landamæri Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands.  Þeirra heimkynni eru þar sem hreindýrarhjarðir þeirra eru hverju sinni.

Savoy ættin er enn til og heldur vel hópinn, án þess að gera tilkall til eigna eða fyrri valda.  Ólíkt höfðust Gyðingar að er þeir gátu snúið til baka úr 500 ára útlegð frá Spáni.  Er lýðræði komst þar á og þeir voru velkomnir að nýju, mættu þeir með lykilinn að heimili þeirra í Santa Cruz hverfinu í Sevilla og sögðu „þetta er lykillinn að gamla húsinu okkar“.

Viltu vita meira um Torinó?  Sælkeragangan til Torinó verður dagana 29. ágúst – 5. september.  Smelltu hér til að sjá ferðadagskrána.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s