Hvers vegna Torino?

Ingólfur heitinn Guðbrandsson sagði að gera þyrfti ráð fyrir tveim árum til að koma nýjum áfangastað á framfæri.  Í tilfelli Torino verð ég að segja, að þeim tveim árum yrði vel varið, ef takast mætti að kynna þá borg fyrir Íslendingum.  Góður vinur minn benti mér á Torino, sem „best geymda leyndarmál Ítalíu“. 

Af hverju Torino?

torino brúðhjón
Soave höllin og eitt margra glæsitorga.

Í næstu pistlum ætla ég að halda áfram að rita hugleiðingar og skýringar á því hvers vegna einn staður verður fyrir valinu fremur en annar.  Af hverju þetta menningarsvæði, af hverju þessi gönguleið, vínkjallari eða veitingastaður?  En núna að segja frá því þegar við ákváðum að gera Torino að nýjum áfangastað.

Við Gústa vorum forvitin að reyna hvert væri nú þetta „best geymda leyndarmál“.  Í fyrra áttum við tæpa þrjá daga lausa, milli hópa á Norður-Ítalíu og ákváðum að leigja bíl og heimsækja Torino.  Ekki voru fyrstu kynnin aðlaðandi.  Eins og í fjöldamörgum borgum fer maður gegnum leiðinleg úthverfi á leið inn í sjálfa borgina.  Þetta á einkum við um Suður-Evrópu.

Auðvitað villtist maður einu sinni eða tvisvar í nýrri borg og ekki heillaðist maður sérstaklega af þeim hverfum, sem við þá lentum í.  Við vissum að hótelið okkar var við sömu götu og aðal járnbrautarstöðin Porta Nuova og þannig umhverfi er nú sjaldnast sérlega aðlaðandi.

Stóra hissið

Torino-5
Ekki er langt í Alpana

Hótelið okkar reyndist virðulegt gamalt hús og fimm stjörnu gisting, með verönd á þakinu, þar sem sást vítt yfir borgina.  Hvílíkt útsýni.  Næsta morgun var rölt í þá átt sem við töldum að væri gamla miðborgin.  Það reyndist rétt og fyrr en varði vorum við komin á einhver fegurstu torg sem Suður-Evrópa geymir.

Málsmetandi menn fyrri alda í Torino lögðu mikið upp úr því að borgarbúar gætu gengið um götur og torg í hvaða veðri sem er.  Það eru því meir en 30 km. af súlnagöngum meðfram stærri verslunargötunum og umhverfis stóru torgin.  Þessi torg eru umlukt af hverri höllinni á fætur annarri og er sú kannski ástæða þess að Torino hún er borin saman við París.

Sveitaferðin

shroud-of-turin-jpg
Enginn helgur gripur er meira rannsakaður en þetta líkklæði

Þar sem við höfðum bíl til umráða ákvaðum við keyra út um nágrannasveitirnar og enduðum norður í Aosta, rétt sunnan St. Bernharðsskarðs.  Þar var óhemju fallegt líka.  Við höfðum bókað veitingastað, sem orðlagður er fyrir allt það besta sem héraðið hefur upp á að bjóða.  Hann stóð meir en undir væntingum.

Að þessu sinni slepptum við bæði Soave höllinni og að skoða Líkklæði Krists, því nóg annað var að skoða og upplifa.  Við vildum líka vera viss um að veitingahúsin væru eins góð og af er látið.  Það er sama hvaða mat við reyndum, héraðsrétti, veitingahús þekkt fyrir frönsk áhrif eða pizzur.  Allt stóðst betur en við þorðum að vona.

Lítil borg með allt sem þarf

chocolate_tour_turin-1170x738
Torinobúar voru á undan Svesslendingum að búa til súkkulaði

Verslunargöturnar eru æðislegar, svo maður taki sér í munn lýsingarorð sem ekki er sérlega karlmannlegt.  Fastur „frasi“ hjá körlum er að segjast „ekki þola“ verslanir.  Þá er ónefnd öll fallegu kaffihúsin, sum yfir 100 ára gömul og eftir því dýr, en ómissandi að setjast þar inn.  Ég held líka að Bókakaffið á Selfossi sé ekki hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum, eftir heimsókn til Torino.

Ég fer betur í skoðunarferðirnar í næsta pistli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s