Toscana með okkar augum

Það er eðlilegt að fólk spyrji sig fyrirfram „hversvegna varð þessi ferð fyrir valinu í dagskránni?“  Í Toscana ferðinni förum með hópinn okkar til Lucca, svo dæmi sé tekið og auðvitað var úr mörgum öðrum spennandi bæjum að velja, í hæfilegri fjarlægð frá heimabænum okkar, Montecatini Terme.

Heimabærinn

Grand Hotel Plaza
Verdi kom árlega hingað og gisti aðeins á þessu hóteli

 

Í næstu pistlum langar mig að svara svona vangaveltum og segja ykkur af hverju þessi dagur er svona en ekki einhvern veginn öðruvísi.  Það gefur auga leið að fyrsti dagurinn þarf að vera kynning á bænum sem við ætlum að dvelja í næstu 10 dagana.

Bærinn Montecatini Terme er svo sem ekki stór, en öll þurfum við að vita hvar næsti hraðbanki er, hvar við getum keypt okkur vatn til að hafa á herberginu.  Við viljum vita hvar apotek er að finna og við viljum vita hvar kaffihúsin, veitingastaðirnir og skóbúðirnar eru.

Af hverju Lucca?

Lucca
Ysti borgarmúrinn er um 500 ára gamall

Þar sem ætlunin er að snæða kvöldverð í þessari ferð, þá höfum við daginn frjálsan fram yfir hádegið.  Um tvö leytið tökum við lest til miðaldabæjarins Lucca, sem er einn nokkurra bæja á Ítalíu sem stendur innan gömlu borgarmúranna ósnortinna.

Við göngum eftir múrunum nánast allan hringinn og höfum þannig sérstaka yfirsýn á bæinn.  Við sjáum enn hatta fyrir elstu múrunum og getum því lesið hvernig bærinn stækkaði frá dögum Rómverja fram á Mið-aldir.  Þarna fæddist tónskáldið Giacomo Puccini.

Pílagrímaferðir Íslendinga

sturlunga3_130810
Hugmynd að vígi á Sturlungaöld.

Annað sem vekur athygli okkar Íslendinga er að í þessum bæ voru tvær „eftirsóttar“ pílagrímakirkjur, sem flestir þeir er gengu úr Norður Evrópu til Rómar vildu heimsækja.  Eyrbyggja og Sturlunga nafngreina einstaklinga sem „gengu suður“.  Guðríður Þorbjarnardóttir og Sturla Sighvatsson eru nefnd og mörg fleiri.

Þórir auðgi, úr Borgarfirði dó trúlega í bænum og má með nokkrum rökum benda á að dauði hans hafi verið einn atburðurinn, sem leiddi til Sturlungaaldar á Íslandi.  Við komum í aðra þessa kirkju, þó ekki sé það venja okkar að skoða allar kirkjur sem á vegi okkar verða.

Michelin* í sveitinni

ristorante-butterfly_02 (1)
Úrvals staður úti í sveit

Enn ein ástæðan fyrir því að velja Lucca er sú, að rétt utan bæjarins er virtur Michelin veitingastaður.  Umhverfi, veitingar og þjónusta er allt í samræmi við það.

Þar endum við daginn – þetta er jú Sælkeragönguferð.

Meira í næstu viku.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s