Loksins til Sorrento

28. febrúar

Á lokadegi í Róm náðum við að kaupa miða, sem fríaði okkur við tveggja tíma biðröð til að komast í „söfn Vatikansins“.  Við vorum einstaklega heppin með leiðsögumann.  Sá hafði frá mörgu að segja, en gerði það á svo hnitmiðaðan hátt að maður nennti að hlusta allan tímann.  Við gengum líka um Péturskirkjuna, eins og titilmyndin ber með sér.

Að því loknu héldum við Gyðingahverfið.  Gettóið (fyrrum alþjóðlegt heiti á hverfum Gyðinga) í Róm er eitt hið elsta í Evrópu.  Þar er mikið um veitingahús, svo kölluð „kosher“ og auk þess bjóða þau einstök borðvín frá Litlu-Asíu.  Við höfðum einu sinni áður komið í Gettóið, árið 1998 að kvöldlagi og þá sér maður ekki mikið.

6ianzgfzfuq3unkwwpy42ff_lhimnqw47q02jmdldxpzyj_s9iv3oohdu_66fk6-awxu2b53h40eookfr9xp5s5acv4tygoaemtiuwkprb39ambhibhzhatkiqqefqjmkabc8orrqd8lr3zq4ehtzbmseo_v4dra-pcrebfbpiv9nsnskozhs1fdnugrwbqkxuijyw9_
Hverfið upp frá Gettóinu er líklega skemmtilegasta hverfi Rómar.

Sérkennileg reynsla

Koshereldamennskan ku hafa með það að gera að elda ekki grænmeti í potti eða pönnu sem nýbúið er að elda ketmeti á.  Í raun er það bundið í helgustu trúarrit Gyðinga hvernig með skuli farið.  Íslenskir veitingamenn lenda í því í dag að hópar slíkra rétttrúnaðar Gyðinga mæta með eigin kokk og pottana sína með sér og heimta að taka eldhúsið yfir.

Nýnæmið í þessari máltíð var forrétturinn, ætiþistill soðinn í olíu, eins og ástarpungar.  Bakalá var ekki þorskur, né var hann saltaður.  Blanda af kjúklingi og kalkún var borið fram með ísraelsku salati og hummus.  Ísraelska rauðvínið var stórgott.  Kannski ímyndun, en mér finnst hvíla sérstök andakt yfir þeim Gettóum sem við höfum komið í.

1rpnluscuumf_nxcn3c-mtdzeex58zci-xh2rcvlvutg7bzbm_5ggbjvgoafpuu6rqjqr_oaul0sxvmddbedwjdyodgqgqewzqx5slvzoko_fkw0k2tn0aoqnbfr3sebbj94ro4eisrm1_yjphxn62kemyzezt-j81_2spyeykjsem7s9vpp0fynk7iqhheva3si3zl.jpg
Steiktur ætiþistill

Gult og grátt

Svo komu vonbrigðin.  Salernin á staðnum voru þau verstu í ferðinni hingað til, þvagblettir á gólfi og WC og önnur bleyta um allt.  Er ekki einhver þversögn í því að matur skuli eldaður eftir ströngustu kröfum, en svona umhirða, þar sem hreinlætið ætti að vera mest, látin standa á sama veitingahúsinu?

Við sátum við borð í horni og þaðan mátti sjá gegnum hálfglæran vegg inn í eldhúsið.  Á vegginn var smekklega raðað eðalvínum frá þeirra heimshluta.  Það vakti því enn meiri furðu þegar gegnum vegginn lagði sígarettureyk frá pottaglamrinu í eldhúsinu.  Annar tvískinnungur þar finnst manni.

01. mars – spenna í Napolí

Enn var sest upp í lest og haldið til Napolí og þar átti að kaupa lestarmiða áfram til Sorrento.  Það var mikil seinkun á öllum lestum til Napolí þennan morgun.  Termini stöðin í Róm er þó allsekki lakur staður til að bíða á.  Leiðin liggur tvívegis gegnum fjalllendi og mikið um jarðgöng, en á innan við klst. vorum við komin á Garibaldi stöðina í Napolí.

Image results for Naples local trains
Veggjakrot er einkenni á öllum lestum borgarinnar

Lestin frá Napolí til Sorrento stoppar á 36 stöðum á leiðinni og tekur heldur lengri tíma að fara þennan spöl en frá Róm til Napolí.  Garibaldi stöðin er ekki staður sem mig langar til að heimsækja aftur.  Sóðaleg og margur kynlegur kvistur þar á vappi innan um uppnumda ferðamennina á leið til Pompei eða Sorrento.

Enn verri reynsla

Það er jafnan til siðs á lestarstöðvum, að þeir sem um borð ætla, bíða eftir hinum sem eru að koma frá borði.  Svo er það ekki á Garibaldi stöðinni.  Strax og lestin stöðvast er byrjaður troðningur við innganginn.

Ég læt ferðamenn með stóra poka á baki alltaf fara í taugarnar á mér, þar sem þrengsl eru.  Þeir taka alveg tvöfalt pláss vegna pokans.  Nú var ég sjálfur með troðinn poka á baki og því mjög meðvitaður um að ég væri fyrir öllum, með stóra tösku í annarri og minni í hinni.  Ég fann fyrir snertingu fyrir aftan mig og gerði því allt sem ég gat til að vippa mér frá þeim sem þurftu að flýta sér.

Kanadískir ferðamenn, með stærri bakpoka en ég, voru einnig að troðast um borð, og blessaður heimamaðurinn á undan mér komst ekki eitt né neitt.  Ég náði að stinga mér fram fyrir hann og slengja pokanum mínum utan í einn Kanadamanninn.  Út við dyrnar hinumegin í vagninum gat ég loks snúið mér við og þá var bakpokaskömmin mín ekki að trufla einn né neinn.

Image results for Naples crowd of locals
Götulífsmynd frá Napoli

Hvergi sæti

Manntetrið sem á eftir mér hafði verið var skima eftir plássi til að standa eða setjast en brá sér svo út aftur.  Hinn heimamaðurinn stóð í miðri þvögu Kanadamannanna.  Nú sá ég hvar sá sem á eftir mér hafið farið var að gera aðra tilraun til að komast um borð, fast aftan í síðasta Kanadamanninum, sem skimaði eftir ferðafélögunum.  Þeir kölluðu á hann með miklu handapati og beindu honum til sín.

Sá sem stóð meðal þeirra kanadísku tróð sér þá út og hinn á eftir honum.  Þá loks skildi ég hvað var á seiði.  Þarna voru sem sagt atvinnu vasaþjófar á ferð en sem skyndilega höfðu nú gufað upp á einu augabragði.  Ég brá hendi á rassvasa minn og hann var óhnepptur, en ég hafði einmitt beðið Gústu að hneppa honum, þegar kraðakið fór að aukast.

Og ég sem hafði verið farinn að trúa því, í sjálfumgleði minni,  að ég væri nógu stór og óárennilegur til að lenda í ekki svona mönnum.  Ég get lofað ykkur því, að það fylgir því ekki bara tilfinningalegt uppnám, heldur einnig líkamleg ónot að verða fyrir svona reynslu.

Loksins til Sorrento

Hér í Sorrento er mannslíf allt annað, enskukunnátta heimamanna er líklega glöggur vitnisburður um hve gestahópur bæjarins er alþjóðlegur.

Meira í næstu viku.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s