Tilbrigði við Toskanaferð.

24. febrúar – „Fréttir og veðurfregnir“

Nú höfum við komið ýmsu í verk hér í Montecatini Terme, sem við höfum ekki áður tekið okkur tíma í.  Við höfum skoðað þennan litla bæ mun betur en áður, gengið hverja götuna eftir aðra þar sem „liberty stile“ hús af öllum stærðum setja svip glæsileika á bæinn.  Þessar götur byggðust í upphafi síðustu aldar, er Montecatini Terme tók algera forystu sem „heilsubær“ Ítalíu.

Við fórum til Flórens í gær þrátt fyrir norskar hrakspár um veður.  Það reyndist rétt ákvörðun.  Þó sólarlítið væri í 10 gráðunum féllu aldrei þeir fantaskúrir sem spáð hafði verið.  Við gengum um hverfi og torg sem við áður höfum sleppt, fórum að Pitti-höllinni og gengum göturnar þar í kring.

Pitti-Boboli
Að baki Pitti hallarinnar er franskur garður

Pitti höllin var reist af Medici fjölskyldunni, þegar hún var farin að finna fyrir vaxandi andúð í sinn garð.  Þangað inn liggja sem sagt lokaskrefin um yfirbyggða ganginn frá höfuðstöðvum valda og viðskipta fjölskyldunnar (Uffici-safnið í dag), yfir Ponte Vecchia brúna og (á þeim tíma) út úr borginni.

Ferðamannaiðnaður – skrýtið orð

Kínverska millistéttin er búin að uppgötva Flórens og Toskana.  Finnst manni stundum sem maður sé staddur í þeirra heimsálfu.  Þeir ferðast í rútuförmum og ganga um í hópum, með hljóðbók í eyrum.  Yngra fólkið skoðar allar búðir með merkjavöru Vesturlanda og taka „sjálfu“ við það sem við köllum svo hátíðlega, menningarverðmæti.  Sjálfir eiga Kínverjar slík mannvirki í meira mæli en öll Evrópa.

Bandarískir eftirlaunaþegar láta gjallanda sinn víða heyrast, sem væru þeir einir á ferð.  Þá finnst manni aftur svolítið eins og maður sé ferðamaður í þeirra heimalandi en ekki á Ítalíu.  Það er sérstök venja þeirra að tala mikið, lengi og hátt um ekki neitt.  Þetta er unglingum kennt í skólum þar vestra og væri þarft að okkar börn fengju góða þjálfun í að tjá sig og þá kannski um leið, um eitthvað sem skiptir máli.

Ekki heyrði maður vesturheimska fjalla mikið um þau undur sem fyrir augu þeirra bar, enda gera þeir ekki alltaf greinarmuninn á „sannleika“ eða „hliðar-sannleika“, list eða léttvægu (smjöri eða smjörlíki).  Þeir virðast ekki endilega vita hvar þeir eru hverju sinni, en þegar heim er komið segjast þeir hafa „travelled Europe this year„.

24. febrúar.

Við ákváðum að fara heilan dag til San Gimignano (næstum borið fram Sansjiminjano).  Þetta er einn glæsilegasti miðaldabær Toskana, stendur á stökum hnjúk, mitt í hæðóttu landslagi Chiantihéraðsins.  Stórgóð kvikmynd með Maggie Smith og fleirum, sem átti að gerast í seinna stríði var að mestu tekin þarna ásamt Flórence.  Í Chianti er ljósa trufflan í hávegum höfð.

mvwf1g1ssteqg_ta_m0kwxg0tjba_nrqxdyjnwyedd49tsmuvzwcn3pao0vt2jttxrvzsa6qhh2y0wgzglvyuwl75_fwa0oxkrflumkgodyzk43le5mdq6bfbxqjoomoml5zhnughclz0nag-jesnc1mdp4z9nbmcspznl0llqphfwt9an3i20vbidgd4jg-o7t8rd21
Trufflur og villisvín tengjast eins eilíflega og „Silli og Valdi“

25. febrúar

Hann brast í norð-austan átt í nótt svo gránaði í Apuani-alpana og því var napurt að bíða í Viareggio, eftir lestinni til Rómar.  Borgin eilífa tók hinsvegar vel á móti okkur og hótelið okkar er í 10 mín. göngufæri frá Péturskirkjunni.  Við eigum bókaða gönguferð um borgina með rómuðum leiðsögumanni og sagnfræðingi á þriðjudag og þá er spáð fallegasta veðri.

26. febrúar.

Róm var alhvít þegar við litum út í morgun, vegna Síberíuvindsins úr norð-austri, eftir því sem Ísabella leiðsögumaður segir okkur.  Sporvagnar gengu ekki en strætó silaðist sínar götur og allt fór vel fram, hvergi panik eða legið á flautu.  Frí var gefið í skólum og börnin hópuðust út í garða og torg til að leika sér í snjónum, oft með foreldrunum.

4eiibljfag6ggofuochxbu_1d7t8fdkgmmtcytxwsiecdsm4-teikcxweay8vcg1vdovytfifo9zi7jv3phacxcrug-xoe3lotud-rvjy9zqwh0b9ieyeozrb1s6l9xjnnxbpoktv3iaxorfyjgwf66yqf4gwxrwkbn8s6m6kb0s3d2j_2s1xnpeoxcf7zuw2iscdmfw1
Pantheon.  Ég stjórnaði Selkórnum hér í júní 1998, við Allrasálnamessu

Við heimsóttum allt sem við ætluðum okkur í dag, Péturstorgið, Café Grego, Spönsku tröppurnar, Fonte Trevi, algyðishofið Pantheon og Piazza Navona.  Á morgun gæti orðið talsvert kalt í veðri og þá ætlum við að sitja í „hop on – hop off“ vagni og hlusta á enska leiðsögn í hátalarkerfinu fyrri hluta dagsins.

27. febrúar

Mikið ósköp getur blessuð sólin verið þakksamlegur ferðafélagi í gönguferð á hrollköldum degi.  Víða var svell á gangstéttum Rómsborgar og þá skipti öllu að halda sig sólarmegin.  Tveggjahæða leiðsögurúta er þó ótrúlega snjall kostur til að kynna nýja borg fávísum ferðamönnum eins og okkur.

qkbvuj2ige6igvci9putisomjy3ve0cdkkd7edmaxij83ezoaltsxuk2ok8k0b9_xuyaidrh9wbkbjx1xjusz7ittvl7-l9ri7prdci9jr8gw_aeqr0mgfl0_i4iku20txkweivxasrivpes__ntgepicov7uihh33oet5wbonlos8gzcts_fqaqystroyoqeab3rqkt

Hugmyndin um „varðveislu fornleifa“ varð líklega ekki til fyrr en 1500-2000 árum of seint.  Það er hreinlega grátlegt hraustasta fólki, að ganga fram hjá Colosseum, eða um Forum Romanum og sjá bara „tóftarbrotin“, ýmist sokkin í jarðveg eða ruslað úr stað.  Hryggilegast er þó, að oftast var tjónið á þeim unnið vegna hernaðarátaka.

Við erum svolítið óráðin í því hvað gera skuli á morgun, en ekki munum við láta staðar numið.

Næsti pistill verður skrifaður og settur á vefinn í Sorrento.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s