Spennandi sveitaþorp

Í dag 8. febrúar röltum við Túríagarðinn.  Endalaust kemur hann manni á óvart.  Börn og fullorðnir að binda eða losa Gulliver úr böndum, skokkarar á flestum stígum og eldri heimamenn á bekkjum að ræða þjóðfélagsmálin, eins og í heitu pottunum á Íslandi.

10. febrúar

Í kvöld fórum við til Alicante að sækja kennarana frá Grenivík, sem rétt sluppu með flugi frá Akureyri í gær, áður en lokaðist fyrir flug og rétt sluppu svo aftur í dag áður en lokaðist fyrir millilandfaflug.  Það var því glaðbeittur hópur sem kom með okkur hingað upp til Valencia upp úr kl. 22:00.

Framundan er þægileg gönguferð á morgun, um verslunargötur Valencíu og þaðan um sögríkasta hlutann.  Þeirri ferð lýkur á góðum veitingastað, þar sem við snæðum rétti sem einkenna matarmenningu borgarinnar.  Á mánudag tekur svo alvaran við, þegar við höldum vestur í fjöllin, í Requena og heimsækjum tvo litla skóla, áður en við skoðum einkennisbúskap héraðsins, vínræktina.

Skólaheimsókn
Þarna var margt óhefðbundið

13. febrúar.

Nú höfum við heimsótt fjögur lítil þorp í hæðunum langt í vestri frá Valencia.  Getur verið að nútíminn sé ekkert kominn þangað, eða allavega ekki allur?  Er kannski bara það góða fólk sem þar býr, svo ónæmt fyrir hraða og ringulreið nútímans okkar að það lætur hann ekki bíta á sér?

Börn eru allavega börn hvort sem er á Grenivík, Utiel eða Alfarb.  Einlægni þeirra er hrein og framkoman stjórnast af gleði hjartans.  Tómas orti „hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu“.

Íslensku kennararnir höfðu undirbúið skemmtilega glærusýningu með myndum úr skólastarfinu í Grenivík.  Börnin í Alfarb barnaskólanum höfðu líka undirbúið sig og lögðu mjög skemmtilegar spurningar fyrir íslensku kennarana.

Veisla í Alfarb
Gestrisnin var ósvikin

Í öllum skólunum var gestunum boðið í veitingar og gestgjafarnir virtust alltaf njóta þess af stakri ástúð að sýna rausnarskap.  Forvitni þeirra um hagi okkar var í réttu hlutfalli við forvitni íslensku kennaranna um skólastarfið hér ytra.  Allt þetta var þeim kynnt, hvort sem starfið var nákvæmlega eftir settri námskrá, eða því sem bætt var við af hugkvæmni, eða nálgunin var af eigin innblæstri sprottin.

15. febrúar

Í gær fór hópurinn í bátsferð á Albufera-lóninu sem stækkað hefur eða minnkað gegnum aldirnar, allt eftir þörfum „mannsins“.  Nú eru þarna stærstu flæðiengi, sem notuð eru fyrir hrísgrjónaræktina, uppsprettu Paellunnar, en hrísgrjón eru í dag ein helsta útfluttningsvara hérðasins.

Í dag fór hitinn í 22° og í kvöld ætlum við að snæða „lokakvöldverðinn“ okkar, sjö rétta máltíð með sérvöldum vínum.  Föstudgaurinn verður alveg óskipulagður, enda laugardagurinn tekinn snemma, er leggja þarf af stað kl. 05:00 um nóttina í veg fyrir heimflugið kl. 09:00

Næsti pistill verður sendur frá Torino.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s