Vika í Valencia

Nú erum við komin til Valencia og hvílík borg.  Hvílíkt „vetrarveður“ og heillandi mannlíf.  Auðvitað er gaman að komast í skíði heima á Íslandi á þessum árstíma og mörgum dugar það ekki, en fara til útlanda í skíðaferðir.  Mér dugar hinsvegar að heimsækja söguríka heimsborg, rölta þar um miðaldatorg og göngugötur.

Á meðan allt er á kafi í snjó heima á Íslandi skiptist hér á skin og skýjafar.  Hitinn frá 8 og upp í 14 gráður.  Ferðamenn eru hér fáir, en allir veitingastaðir vel sóttir, bara ekki hálftíma bið eftir borði eða þjónustu.

6. febrúar

20180206_140904
6. febrúar, afmælismáltíð í boði Helga Þórs.

6. febrúar er sérstakur dagur fyrir mig.  Ég fæddist þennan dag 1950 og Gulli bróðir sama dag árinu seinna.  Ég þekki fjóra aðra íslenka tónlistarmenn sem eiga sama afmælisdag og ekki má gleyma byltingarsinnaum Bob Marley, eða henni jafnöldru minni Natalie Cole.  Ég hef hingað til sleppt því að nefna Ronald Reagan og geri það enn.

Enn er svo eitt sem ber að nefna og skiptir ekki minnstu máli.  Þennan dag 1972 hitti ég hana Gústu mína og hún lagði snörurnar fyrir mig það sama kvöld.  Þetta gerði hún þrátt fyrir að vart sæist í andlitið fyrir hári og skeggi og ég mættur í Klúbbinn í vínrauðum jakkafötum og himinblárri skyrtu.

Í kvöld verður farið á fjóra Tapas-staði til að bera saman mismunandi áherslur í þeim þjóðlega rétti Spánverjanna.  Þessir staðir opna alla jafnan ekki fyr en undir kl. 21:00 og því verður þetta langur og ánægjulegur dagur.  Lengri var þó afmælisdagurinn þegar ég varð 20 ára, akandi um Húnaþing, til að lesa af rafmagnsmælum, á miðstöðvarlausum Willis-jeppa, í 20 stiga gaddi.

7. febrúar.

Í gær 7. feb. var arkitektural og safnadagur hjá okkur.  Við byrjuðum á að skoða „Norður-lestarstöðina“, með sitt skreytta anddyri.  Þaðan í Héraðsdóm borgarinnar, glæsibyggingu við „Lækjartorgið“.  Næst var farið í „Mercat Central“, stærsta bændamarkað landsins, sem byggður var á sama tíma og lestarstöðin og um margt keimlíkur.

20180207_122305
Réttað var yfir þeim sem ekki stóðu í skilum í silkiviðskiptum

Næst var haldið í „Silkimarkaðinn“, sem auðvitað er safn í dag, í útjaðri Carmenhverfis.  Þetta er bygging sem hefur verið stækkuð oftar en einu sinni og ber merki þess.  Valenciahéraðið var um tíma mesti silkiframleiðandi Evrópu.  Eftir að Portúgalir fundu siglingaleiðina til Austurlanda fjær, hnignaði þessum búskap og leið undir lok á endanum.

Nú var litið við í Dómkirkjunni, sem Spánverjar fullyrða að geymi hinn „eina sanna Holy Grail“ (heilaga kaleik).  Aldrei hef ég heyrt Ítali minnast á að þessi gersemi væri geymd á Spáni, trúlega vildu þeir frekar segja hann týndan en að hann væri til sýnis á Spáni.  Til er saga um þennan tiltekna kaleik, en hún er ekki sennilegri en sagan af Gilitrutt.

Næsta bygging sem skoða skyldi var Pósthúsið.  Spánverjar hafa ætíð verið skrautgjarnir og haft efni á að hafa fallegt í kringum sig.  Kringlan í pósthúsinu er glæsileg.  En nú hlaut að koma að hádegisverði og varð Colon markaðurinn fyrir valinu, gamall bændamarkaður, sem í dag hýsir þéttsetin kaffihús og veitingastaði, allt frá skyndibitastöðum til Michelin eldhúss.

20180207_165635
Leirmunir og silkivefnaður á Keramiksafninu.

Við enduðum röltið á „Keramiksafninu“, gamalli smáhöll, sem nú hýsir safn gamalla leirmuna, innlendra og frá Austurlöndum.  Á annarri hæðinni er heimili greifanna sem þarna bjuggu og titilmyndin er af eldhúsinu þeirra.

Í dag verður Túríagarðurinn heimsóttur, sem oftar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s