Afhverju dýrari ferð, eða er hún dýrari?

Oft og tíðum hafa hópar valið sér ferðanefnd og hennar stærsta hlutverk er að finna sem ódýrasta ferð fyrir hópinn.  Það er vel skiljanlegt að slík ferðanefnd fletti hratt framhjá ferð sem er 10-20 þúsund krónum dýrari en sú næsta.

En er hún endilega dýrari þegar upp er staðið?

Auðvitað er ætlun mín, með þessum pistli, að leggja áherslu á að innihald ferða Fararsniðs er ríkulegra en hinna.  Einnig langar mig að bera þær saman við einfaldari ferðir, sem augljóslega er ætlað að vera nógu ódýrar til að vekja freistingu.  Ferðir sem bjóða upp á nokkuð sambærilega dagskrá, en þó minnu til kostað.

Hvar liggur verðið?

Í styttri ferðum er augljóst að flugverðið er dýrasti þátturinn.  „Lággjaldaflugfélög“, sem svo kjósa að kalla sig sýna manni alltaf lægsta verð í byrjun.  Það er svo í raun ótrúlegt hve hátt endanlegt verð getur hafa stigið þegar bókun er lokið.

Í viðbót við það er svo oftar en ekki um þrengri vélar að ræða, lakari flugtíma og tíðar seinkanir.  Þetta er orðið svo áberandi að mjög oft spyr viðskiptavinurinn snemma í samtali, „með hvaða flugfélagi er flogið“?

2013-06-19 04.39.49

Gistingin

Þegar ferðatíminn er kominn í viku til 10 daga, þá fer gott fjögurra stjörnu hótel oft að vega þyngra í verði, en flugþátturinn.  Þetta fer þó mikið eftir því hvert landið er, sem ferðast á til.  Á Spáni er ennþá lægsta hótelverð Miðjarðarhafslanda Evrópu.  Balkanlöndin eru í svipuðum verðflokki, en þau eru í boði hjá einhverjum íslenskum  ferðaskrifstofum.

Gott fjögurra stjörnu hótel á Ítalíu, vel staðsett í bæ, eða við strönd er mun dýrara.  Þetta vitum við hjá Fararsniði, en ætlum ekki að láta verðmuninn stöðva okkur.  Margt annað í framkvæmd ferðageirans á Ítalíu er ólíkt hefðinni í löndum Íberíuskagans.  Feiknamörg hótel á Ítalíu loka í 2-3 mánuði á ári og þurfa því að ná inn tekjunum á styttri tíma.

vdl-bova-3

Rútukostnaðurinn

Rútukostnaður er merkilega misjafn í löndum Evrópu.  Ef um afmarkaðan hóp er að ræða og mikið á að ferðast milli staða, þá fer rútukostnaður fljótt að segja til sín.  Kórar, skólahljómsveitir og kennarahópar eru í ákveðnum erindagerðum og þurfa að ferðast talsvert milli staða.

Sælkeragöngur Fararsniðs eru þannig skipulagðar að rútuakstur sé í lágmarki.  Þar er líka um fámenna hópa að ræða og því gæti rútukostnaður vegið mjög hátt ef mikið væri ekið.

Þetta reiknidæmi skýrir líka tilhneigingu ferðaskrifstofa sem eru að bjóða upp á rútuferðir um Evrópulönd að reyna að fylla rútuna.   Helst sem næst 50 manns, með tilheyrandi hægagangi í allri framkvæmd.

Fararsnið fer einnig á stundum þá leið að nota lestir milli staða, til að halda niðri verði.  Borgir eins og Flórens og Róm ráða ekkert við allar þær rútur, sem þangað stefna og því er þeim ætlað að stoppa æ lengra frá miðborg en áður var.  Lestarstöðin er hinsvegar enn á sínum stað og í þægilegu göngufæri frá miðborg.

2015-06-09 21.05.47

Sérvaldir veitingastaðir

Við höfum kosið að kalla ferðirnar okkar Sælkeragönguferðir.  Nafnið á að benda til þess að við leggjum mikið upp úr góðum mat og þá vínum líka.  Ásamt vali á dýrari gististöðum, þá er þetta megin gæðamunur á okkar ferðum og ódýrari valkostum.  Hálft fæði á hóteli er keimlíkt og leiðigjarnt hvar sem er í Evrópu, jafnvel heiminum.

Við höfum lagt okkur eftir því að finna bestu veitingastaði í nágrenni bæjanna sem gist er í.  Góðum veitingastöðum er auðvitað metnaðarmál að fá sem flesta gesti og eru því vel fúsir til þess að bóka hópa.  Á sama tíma gleyma þeir því aldrei að ánægður viðskipavinur er besta auglýsingin.

Við höfum látið þá velja vín með máltíðunum og einnig þar leggja þeir sig fram um að sýna það besta úr kjallaranum sínum.  Við höfum sagt þeim að máltíðin megi kosta þetta eða hitt, með eða án vína.  Góður veitingastaður reynir aldrei að plata viðskiptavin, sem ætlar sér að koma aftur og aftur með hóp gesta.

Það hefur auðvitað tekið langan tíma að finna réttu staðina.  Oftast látum við heimamenn ráðleggja okkur og stundum stenst það kröfur, en stundum ekki.  Oft höfum við ákveðið að skipta út stað, sem einhverra hluta vegna hefur ekki haldið út í gæðum, eða við fundið annan í millitíðinni, sem vert væri að reyna.

Ég er ekki að segja að við höfum fært miklar og þjáningarfullar fórnir við að leita uppi bestu veitingastaði héraðanna sem við heimsækjum, öðru nær.

Einn stað man ég sem við urðum fyrir ómældum vonbrigðum með í fyrstu heimsókn.  Eftir hreinskilið samtal um þetta kvöld erum við Sr. Lorenzo, eigandinn miklir vinir í dag, enda aldrei farið hópur þaðan sem ekki var í sjöunda himni.

Viltu heyra meira um Sælkeragöngur Fararsniðs?  Hér sérðu yfirlit yfir allar ferðir á árinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s