Sælkeraganga – eitthvað fyrir mig?

Það er eðlilegt að maður fái spurningar frá þeim sem ekki hafa ferðast með okkur áður og oftast eru þetta sömu spurningarnar sem brenna á fólki, skiljanlega.

Kannski er algengasta spurningin „er þetta eitthvað fyrir mig – er þetta ekki of erfitt?“.  Það er hæpið að við getum svarað því.  Hver og einn veit best sjálfur í hvaða formi hann er.  Er fyrirspyrjandinn vanur að fá sér göngutúr daglega eða a.m.k. þrisvar í viku.  Er hann vanur að ganga 30 mín. eða einn til tvo tíma.

Sá sem veit sig með bilað hné ætti ekki að leggja það á sig eða ferðafélagana að leggja upp í ferð um skógarstíga, þar sem bílar komast ekki að, ef hjálpar væri þörf.  Sá sem þarf að taka lyf reglulega vegna hjarta- eða æðavandamála á ekki erindi í þannig ferð.  (Við höfum lent í slíku, viðkomandi hélt því leyndu fyrir okkur)

Við fararstjórarnir þekkjum gönguleiðirnar vel og erum bestu ráðgjafarnir.  Jafnvel sá sem í litlu formi er getur gengið þessa leið eða hina, þó hann ætti afsalútt að sleppa einhverri annarri.

Hvernig er veðrið?

Sennilega er næsta spurning æfinlega „hvernig er veðrið á þessum tíma?“.  Svarið er einhvernveginn svona.  Á Norður-Ítalíu getur rignt á hvaða degi ársins sem er.  Áfangastaðirnir okkar þar, Garda og Toríno liggja nærri háum fjöllum, sem draga til sín úrkomu.  Þetta regn kemur hinsvegar í gusum og svo er það búið.

2017-06-24 12.26.41
…og svo kom sólin

Toscana er mun sunnar og þó fjöll séu þar nærri þá rignir síður þar.  Enginn skyldi þó gera ráð fyrir að aldrei félli skúr.  Þar má hinsvegar gera ráð fyrir miklum hita, sem sumum gæti þótt óþægilegur.

Valencia liggur á austurströnd Spánar og þar er afar þurrkasamt.  Það tryggir þó í leiðinni að rakastigið er ekki hátt, en rakastig hefur einmitt ekki minni áhrif á líkama okkar en hitastigið.

Svo er annað sem oft gleymist, en það er hitamunur frá hádegissólinni til kvölds.  Fari hitinn hæst nokkuð yfir 30° og dettur svo niður fyrir 20°, þá er það ekki síður erfitt fyrir líkami okkar.  Svo eru þeir sem telja allt yfir 30° sé einmitt bónus og smá bruni bónus ofan á það.

Eru moskítóflugur?

Já, móskítóflugur eru heimilisfesti í þessum löndum.  Í seinni tíð hefur fjölgað mjög efnum til að varast þær og/eða minnka óþægindi af biti.  Sumir fá slæm viðbrögð við stungum og þurfa að komast í apotek til að milda áhrifin.  Aðrir eru bara aldrei stungnir eða fá nokkur óþægindi af biti.

Mismunandi hópar

2017-08-30 11.51.29
Léttari göngur og fegurra umhverfi

Mörkin færast æ ofar hjá þeim sem stunda reglulega útvist.  Við höfum því aftur og aftur gripið til léttari eða erfiðari útgáfa af ferðunum okkar, eftir því hvert aldursstigið er.  Þetta er mjög skemmtilegt og sýnir okkur að við höfum hitt á ferðamáta sem mörgum hugnast.

Hvíldardagar

Við höfum alltaf a.m.k. einn dag án nokkurrar göngu, nema um það sé beðið.  Sömuleiðis ber það oft við að einhverjir kjósa að sleppa þessum göngudeginum eða hinum, en nota sundlaugargarðinn í staðinn.  Þetta er í hendi hvers og eins.

Ég mun halda áfram, í næstu viku, að fjalla um hvers vegna staðirnir okkar urðu fyrir valinu og hvers vegna á þessum tíma.

2 athugasemdir við “Sælkeraganga – eitthvað fyrir mig?”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s