Birmingham í dag

Eftir að Iðnbyltingin hófst, jókst enn aðflutningur fólks og nú ekki síst frá nýlendum Breta í Austurlöndum. Með þeim innflutningi fólks þóttust Bretar hafa fengið ódýrt vinnuafl upp í hendurnar.  Þá reis meiri iðnaður í Birmingham en víða annarsstaðar.  Þetta var m.a. fyrir aldagömul tengsl við Wales, þar sem kolavinnsla var hvað mest á Englandi.  

Mengun ekki til sem hugtak

Þá varð þetta svæði þekkt sem “The Black Country”, orð sem tekin eru úr munni Viktoríu drottningar.  Hún var einhvern tíma átti leið um héraðið, á leið sinni til Edinborgar er  henni varð litið út fyrir tjöld hestvagnsins og sá vart til sólar fyrir kolareyk.  Hún var þá ekki betur að sér í eigin landafræði en svo, að hún á að hafa sagt “Who does this black country belong to?”

queen_victoria_i1

Birminghan lék stórt hlutverk í seinna stríði.  Hér voru litlu en hraðflúgandi Spitfire flugvélarnar framleiddar.  Verksmiðjurnar voru þá rétt utan borgarinnar, en hverfið er í dag eitt úthverfanna í suðurhlutanum.

Seinna stríð

Þjóðverjar vissu hvar verksmiðjurnar voru og því varð Birmingham fyrir fleiri og stærri loftárásum en aðrar borgir bresku landsbyggðarinnar.  Iðnaður tengdur flugi er hér enn talsverður þó nákvæmlega þessar flugvélar, sem gamlir Bretar segja hafa unnið stríðið, séu ekki lengur framleiddar.

Spitfire
Leynivopnið Spitfire

Að aldagamalli hefð var hér einnig miðstöð ullariðnaðarins í landinu og ullariðnaðurinn var og er gríðarlega stór iðnaður, mun stærri en margur gerir sér grein fyrir.  Gúmmíiðnaðurinn var hvergi stærri en í Birmingham og því hlaut hernaður á þessa borg að geta valdið Bretum miklu tjóni á stríðstímum.

21. öldin

Ef við færum okkur svo alveg til nútímans, þá eru hér mjög sterk áhrif austurlenskra trúarbragða.   Tilfellið er, að í flestum áhlaupum bresku lögreglunnar á meinta hryðjuverkahópa, þá hafa alltaf einhverjir verið handteknir í Birmingham.

Þegar á hinn bóginn gengið er um götur og torg, gæti engum dottið það í hug, svo frisælt er mannlífið hér og svo fámennur er sá hópur sem kemur óorði á fjöldann.

Báta - betri
Síkin í gamla bænum í nýju hlutverki

Árið 2000 var borgin ein af 10 „Menningarhöfuðborgum Evrópu“, ásamt Reykjavík o.fl. og þá var miðborgin tekin verulega í gegn.  Hún er í dag ein sú skemmtilegasta sem maður heimsækir.  Þessari uppbyggingu er í raun enn ekki lokið nú 17 árum síðar.  Þar fá sögurík hús, götur og síki að halda sér, um leið og nýr, glæsilegur arkitektúr kemur í stað þess hrörlega og laskaða frá stríðsárunum.

Handverk er enn eitt af grunnstoðum samfélagsins.   Ferðamennska, með áherslu á ráðstefnu- og sýningahald, er vaxandi atvinnuvegur í borginni.  Enn ber þó mikið á mannfrekum þungaiðnaði og er gúmmívinnsla oft nefnd þar í fyrsta sæti.

Tónlistarborg

Með tilkomu „Hörpunnar þeirra“, tónlistarhúss borgarinnar árið 2000 varð Birmingham Sinfónían ein sú besta og virtasta í Englandi.  Borgaryfirvöld settu sér þetta að langtímaverkefni.  Ráðinn var einn magnaðasti hljómsveitarstjóri Evrópu, jafnvel heimsins, Osmo Vänskä frá Finnlandi til að byggja upp stórkostlega hljómsveit.

Frá Birmingham komu/koma margar pop hljómsveitir sem náð hafa alþjóðlegri frægð. Hippahljósmveitin The Moody Blues (á sínum tíma oft kölluð minnsta sinfóníuhljómsveit í heimi), The Spencer Davis Group, Duran Duran og Fine Young Cannibals, sem kom á Listahátíð Reykjavíkur og margar fleiri sem ég kann ekki að nefna.

Íslenskir tónlistarmenn, sem skipt hafa sköpum í okkar tónlistarlífi, hafa útskrifast frá Tónlistarháskólanum í Birmingham.  Við háskólann eru prófessorar og hljóðfæra/söngkennarar, sem nemendur hvaðanæfa að vilja nema hjá.

Ég læt hér lokið yfirborðskenndum skrifum, í einhverskonar kjaftasögustíl,  um merkilega og áhugaverða borg, sem fáir þekkja af eigin raun.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s