Markaðsbærinn Birmingham

Bæjarfélagið varð illa úti í Svarta dauða, fram til 1350, sem þar með geisaði í Evrópu um hálfri öld áður en hann barst til Íslands og kann að hafa verið einmitt vegna gífurlegra samskipta við önnur héruð Bretlands og ekki síður við önnur lönd meginlandsins og Miðjarðarhafsþjóðirnar.

Árið 1520 voru íbúar bæjarins aðeins um 1.000 og þrátt fyrir linnulausar plágur og aðrar hremmingar hafði íbúafjöldinn fimmtánfaldast er kom fram yfir aldamótin 1700 og var borgin þá orðin hin fimmta stærsta í Englandi og Wales.   Skólar höfðu risið og bókasöfn og merkilega mikið af því fyrir áhrif frá Riddarareglunum.

Riddarareglur og Gildi

Riddarareglurnar voru mun mikilvægari í uppbyggingu „innviða samfélagsins“, svo maður noti nútíma slagorð, en oft er af látið.  Út úr þeim þróuðust svokölluð „Gildi“, lokaðar reglur, sem einokuðu t.d. öll erlend viðskipti, stunduðu hvert sína iðngrein í lokuðum hópi, svo sem múrsteinsgerð og steinhleðslu, tréverk allt og byggingar eða bara handverk, allt frá reiðtýgjum til gullsmíði.

Miðalda Gildi
Skjaldarmerki Gildanna

Vegna trúarlegra áhrifa frá riddurunum, þá hélst samt alltaf hin „félagslega ábyrgð“, sem gildin töldu sig bera.  Þau stofnuðu skóla, í fyrstu aðeins fyrir ríkari stéttir.  Þau reistu elliheimili, þau þjálfuðu ljósmæður og hjúkrunarfólk, allt sem endurgjöf fyrir þann ábata sem viðkomandi samfélag hafði skapað þeim.

Fjölmennustu gildin í Birmingham voru „Guild of St. John“, Deritend megin árinnar og „Guild of the Holy Cross“, Bull Ring megin.  Saman reistu þau klukku á torginu, sem þótti mikið þarfaþing þegar ekki gengu allir með úr á sér.  Þau reistu einnig fyrstu brúna yfir ána Rea og tengdu þannig báða bæjarhluta saman.

Velsæld og vesöld

Á ellefu ára tímabili, frá 1536 – ´47 hrundi auðlegð og sjálfbærni Birminghamborgar.  Bæði veraldleg og kirkjuleg yfirvöld lutu þá í lægra haldi fyrir Hertoganum af Northumberland, en sá var í miklu vinfengi við Játvarð VI, konung Englands og Írlands frá 1547 til dauðadags.

stuart-absolutism-and-the-english-civil-war-24-638

Borgarinnar beið nú tímabil niðurlægingar, sem hún reis ekki upp úr fyrr en öldum seinna.  Hún varð leiksoppur í „The English Civil War“, 1642 – ´51.  Borgarstríðið var í raun stríð milli fylgjenda þingsins og fylgjenda krúnunnar, þar sem Karl I. fór fyrir löndum.

Karl I. var hálfgerður klaufi í pólitík, sá ekki fyrir styrk þingsins, skosku kirkjunnar og hersins undir stjórn Olivers Cromwell.  Cromwell setti hann í fangelsi á eyjunni „Isle of White“, þar sem Paul MaCartney ætlaði að leigja smáhýsi fyrir sig og fjölskylduna, þegar hann yrði 64ra ára – „When I´m 64“.

Karl var svo dreginn fyrir dóm, dæmdur fyrir landráð og hálshöggvinn.  Krúnan var lögð niður um hríð og orðasambandið „Breska samveldið“ sást í fyrsta skipti.

Meira í næstu viku

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s