Salzburg og Mozart

Þó saga Salzborgar sé svo miklu meira en tilvist Mozarts, frægasta afkvæmis borgarinnar, þá er ekki hægt að fjalla um hana nema gefa Mozart meira svigrúm en öðru í þeirri borg.

Ég ætla að leyfa mér að endurbirta nokkra kafla úr eldri umfjöllunum mínum um Mozart og borgina hans.  Samskipti þeirra voru báðum oft erfið.

Pistill frá 23. nóvember 2016

Náðargáfa barna kemur oft fram strax á ungaaldri.  Samhliða náðargáfu á einu sviði kemur oft fram vöntun á hæfileikum á öðru sviði.  Kannski hefði snilligáfa Mozarts aldrei uppgötvast ef faðir hans hefði ekki ætlað sér hvort eð var, að gera drenginn að tónlistarmanni.

Faðir og sonur

Faðir hans Leopold Mozart er lagður af stað í tónleikaferð með hann þegar barnið er aðeins sex og hálfs árs.  Leopold skrifar frá Vínarborg 16. oktober 1762:  „Wolfgang litli lék svo vel á orgelið að grámunkarnir hættu snæðingi og hópuðust um hann til að hlusta á orgelleikinn og féllu í stafi af undrun….“

„Við eigum það Wolfgang að þakka að við sluppum við að greiða vegatollinn.  Hann sýndi verðinum „klaverið“ sitt (ferðahljómborð þess tíma) og lék fyrir hann menúetta á litlu fiðluna sína“…..

Landshornaflakk

„Óðara en það fréttist að við værum stödd í Vínarborg, barst okkur boð um að koma til hallarinnar“….  …hátignirnar tóku okkur svo vel að allir munu halda það skröksögu, þegar ég segi frá því. En svona var það“.

mozart-vid-hirdina

„Hugsanlega var faðir Mozarts farinn að nota drenginn sem einhversskonar tekjulind, allavega að „fjárfesta“ í honum til framtíðarinnar“.  

Þann 1. febrúar 1764, þegar Mozart er nýbúinn að eiga átta ára afmælið eru þeir feðgar komnir til Parísar og að sjálfsögðu mættir til hirðarinnar.  Þá skrifar hann fjölskylduvinum í Salzburg.

Land úr landi

„… í stórveislunni í konungshöllinni, sem haldin var síðdegis á nýjarsdag hlaut Wolfgangus minn þá náð að fá að standa hjá Drottningunni við máltíðina, tala við hana, skemmta henni, kyssa hendur hennar og þyggja af henni allskyns krásir, sem hún rétti að honum ….

Pistill frá 01. febrúar 2017

Móðirin andaðist svo 3. júlí, en Mozart þorði ekki að segja föður sínum það strax, af ótta við skammir, heldur tilkynnir honum í bréfi að nú sé hún orðin alvarlega veik og henni hafi verið tekið blóð.  Sama dag ritar hann hinsvegar besta vini sínum, segir honum andlátið og biður hann að undirbúa föður sinn undir hina verstu fregn.

Ekki fyrr en 09. júlí hefur hann kjark til tilkynna föðurnum andlátið og játar þar að fyrra bréf hafi verið ritað eftir dauða hennar, „… öllu var lokið – en ég skrifaði til yðar um nóttina og vonaði að þér og systir mín kær munduð fyrirgefa mér þessa smávægilegu en nauðsynlegu blekkingu mína….“

anna_maria_1775-modirin

Mozart leið ekki vel innan um franska aðalinn og fljótlega eftir að móðir hans lést yfirgaf hann París.  Hann var ekki lengur „undrabarn“ heldur slöttólfur frá Salzburg og alger sveitadurgur í þeirra augum og fékk að finna það.  Allt í lagi að heyra hann spila á hljóðfæri og ágætis tónlist sem hann var að semja, en tónlistarmaður var jú bara hluti af þjónustuliði.

Pistill frá 08. febrúar 2017

Afrekin

Mozart samdi sinfóníu sína No.31 í hinni stuttu Parísardvöl sinni 1778, eftir að móðir hans lést. Sinfóníurnar hans urðu alls 52 og áttu bara eftir að stækka og lengjst eftir þá 31.  Hann samdi 15 messur, tónverk fyrir kammersveit, kór og einsöngvara.  Flestar þeirra hafði hann samið fyrir Parísarferðina, öðruhvoru megin við tvítugt og einnig þær urðu sífellt stærri í sniðum, frá 15 – 30 mínútur að lengd.

dapri-mozart

Þá eru ótalin öll svo kölluð kammerverk, fyrir færri hljóðfæri, en einnig 20 – 25 mín konsertar fyrir píanó og eða strengjahljóðfæri og sinfóníuhljómsveit.

Yndi hans voru þó óperurnar, þar sem hann gat betur sagt það sem honum lá á hjarta og svo hafði hann eflaust mikla sýniþörf og gat látið þessa þrá sína birtast í leikrænni tjáningu á stóru sviði.  Alls urðu óperurnar 23, sem farnar voru að nálgast tvær kl.st. að lengd.  Hin síðasta var Töfraflautan, sem hann skellti saman bæði hugsjúkur og líkamlega farinn að heilsu, samhliða Sálumessunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s