Skellum okkur til Salzborgar !

Við hjónin höfum komið á marga jólamarkaði í aðventuferðum okkar, en engan fundið með svipuðu andrúmslofti og í Salzburg.  Kannski er það tvennt sem kemur til, lítil borg en markaðurinn á hverju torgi og húsasundi og svo tilhlökkunin á andliti Týrólanna.

Ég ætla í þessum pistli aðeins að endurtaka ýmsar glefsur úr pistlum, sem ég hef áður birt og einnig að bæta við molum sem geta enn bætt á vægi borgarinnar, ekki síst á þessum tíma.

Frá 2. september 2015

Fararsnið fór í fyrra með góðan hóp á aðventuferð til Salzburg í Austurríki.  Þrátt fyrir að um var að ræða fyrstu helgi Aðventu var markaðurinn kominn á fullt.  Öll torg og húsasund dásamlega skreytt greni og jólaljósum.  Angan af Toddý og Jólaglöggi í loftinu og bros á hverju andliti.

 

Við snæddum á hótelinu fyrsta kvöldið og þá náði hópurinn strax að kynnast.  Aðrar máltíðir voru þjóðlegar og lokakvöldverðurinn öllum ógleymanlegur, snæddur undir mörgum af óperuperlum Mozarts og flutningurinn afskaplega góður.

amadeus-consort-salzburg
Á Mozartkvöldverðinum eru flytjendur klæddir á anda þess tíma

Sagan og sveitin

Við fórum í létta gönguferð um þessa fallegu smáborg undir leiðsögn heimamanns.  Veðrið var gott og garðar og torg ljómuðu í sólinni.  Í elsta hluta bæjarins gengum við um einhvern fallegasta kirkjugarð sem ég hef komið í.  Mér var ekki einu sinni ljóst að það gæti legið sérstök fegurð í kirkjugörðum.

Við fórum svo í hálfs dags sveitaferð, þar sem við komum í kapellu þá sem reist var til heiðurs og minningar um höfunda útbreiddasta jólalags veraldarinnar, Heims um ból.  Þaðan ókum við áfram að einni af sumarhöllum erkibiskupsins, á sveitamarkað sem kúrði þar í hallargarðinum.  Þarna gat að líta enn meira handverk en á hinum markaðnum, svo sem útskurðarmenn og glerlistamenn.

Sveitamarkaðurn við Helbrunn höll.
Sveitamarkaðurinn við Helbrunn höll

Þarna var líka kvikmynduð senan úr Sound of Music, þar sem sungið er lagið “I am sixteen, going on seventeen”.

Frá 23. nóvember 2016

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fara að setja á blað hugleiðingar um undrabarnið Mozart.  Hinir stórkostlegu þættir Árna Heimis Ingólfssonar, sem heyrast á RUV vikulega eru kannski nóg.

Mig langar samt að deila með ykkur vitnisburði, sem um hann birtist í bréfunum sem til eru, ýmist frá honum eða um hann.  Sá mæti maður Árni Kristjánsson, píanóleikari þýddi litla bók, þar sem þessi sendibréf eru gefin út.undrabarnid-mozart

Náðargáfa barna kemur oft fram strax á ungaaldri.  Samhliða náðargáfu á einu sviði kemur oft fram vöntun á hæfileikum á öðru sviði.  Kannski hefði snilligáfa Mozarts aldrei uppgötvast ef faðir hans hefði ekki ætlað sér hvort eð var, að gera drenginn að tónlistarmanni.

Faðir og sonur

Faðir hans Leopold Mozart er lagður af stað í tónleikaferð með hann þegar barnið er aðeins sex og hálfs árs.  Leopold skrifar frá Vínarborg 16. oktober 1762:  „Wolfgang litli lék svo vel á orgelið að grámunkarnir hættu snæðingi og hópuðust um hann til að hlusta á orgelleikinn og féllu í stafi af undrun….“

„Við eigum það Wolfgang að þakka að við sluppum við að greiða vegatollinn.  Hann sýndi verðinum „klaverið“ sitt (ferðahljómborð þess tíma) og lék fyrir hann menúetta á litlu fiðluna sína“…..

Sex og hálf sárs er stráksi farinn að vekja undrun fyrir færni á þrjú hljóðæfri og orgelið sannanlega ekkert smábarnahljóðfæri.

Landshornaflakk

„Óðara en það fréttist að við værum stödd í Vínarborg, barst okkur boð um að koma til hallarinnar“….  …hátignirnar tóku okkur svo vel að allir munu halda það skröksögu, þegar ég segi frá því. En svona var það“.

mozart-vid-hirdina

Hugsanlega var faðir Mozarts farinn að nota drenginn sem einhversskonar tekjulind, allavega að „fjárfesta“ í honum til framtíðarinnar.  

Þann 1. febrúar 1764, þegar Mozart er nýbúinn að eiga átta ára afmælið eru þeir feðgar komnir til Parísar og að sjálfsögðu mættir til hirðarinnar.  Þá skrifar hann fjölskylduvinum í Salzburg.

Land úr landi

„… í stórveislunni í konungshöllinni, sem haldin var síðdegis á nýjarsdag hlaut Wolfgangus minn þá náð að fá að standa hjá Drottningunni við máltíðina, tala við hana, skemmta henni, kyssa hendur hennar og þyggja af henni allskyns krásir, sem hún rétti að honum ….

Annar sonur Salzborgar – Carl Orff

Frægasta verk Carls Orff er án nokkurs efa Carmina Burana.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s