Að syngja í Berlín

Eftir vel heppnaða tónleika í Kaupmannahöfn og síðar í Stettin í Póllandi lá fyrir að enda söngferðalagið í Berlín.

Eins og í Póllandi voru það Oddfellowar, sem höfðu veg og vanda af tónleikunum í Berlín.  Okkur hafði verið tilkynnt að bókuð væri Þrenningarkirkja í einu úthverfa Berlínar og að ágóði tónleikanna rynni til heimilislausra, að beiðni kirkjunnar.

Hvaða lag mun klúðrast?

Það er ekki óalgengt, að eftir marga tónleika í röð, komi einir sínu lakari en hinir.  Það var því ekki laust við dulítinn skrekk varðandi þessa síðustu tónleika.

Kirkjan er nútímaleg í útliti, kirkjuskipið þrískipt, kannski til að undirstrika nafnið, Þrenningarkirkja.  Miklar bogalínur og lofthæð firnamikil í hverjum hluta kirkjuskipsins.  Góður flygill og hljómurinn betri en ætla mætti, þar sem þunn teppi voru á gólfum.

Displaying 19143248_10211500807248800_436172204147002712_o.jpg
Reynt að benda á sérstöðu íslenskrar tónlistar.

Eftir upphitun og stutta æfingu buðu gestgjafarnir uppá súpu og brauð, sem var vel þegið.  Heimamenn höfðu beðið sérstaklega um að hlé yrði á dagskrá, því nota skyldi tækifærið til að kynna starf og hlutverk Oddfellowreglunnar.

Óvænt beiðni.

Það er stagt að Þjóðverjar séu allra manna skipulagðastir og ekki mikið fyrir óvæntar uppákomur.  Það kom mér því í opna skjöldu þegar tengiliðurinn okkar hvíslaði að mér greiða sem hann langaði að biðja okkur að gera sér, áður en söngur hæfist aftur eftir hlé.

Greiðinn var sá að tileinka kærustu hans eitt lag, því hann langaði að biðja hana að giftast sér á tónleikunum.  Við renndum yfir efnisskrána í hvellinum og fannst „Lofsöngur“ eftir Beethoven koma til greina.  Niðurstaðan varð samt sú að Örn Árnason söng „O, Sole mio“ og kórinn hummaði undir í endurtekningunni – hægur vals og parið dansaði við söng og spil okkar.

Risultati immagini per Dreieinigkeit kirche Berlin Germany
Þrenningarkirkjan

Tónleikarnir voru vel sóttir, hvert sæti setið á jarðhæð og hópar fólks á svölum.  Bæði sá maður að Oddfellowar fjölmenntu, einnig safnaðarmeðlimir og greinilegt var að þarna var nokkuð af utangarðs- eða heimilislausu fólki.  Allt þetta varð okkur hvatning til að gera sem best og tilfellið var, þetta urðu bestu tónleikarnir.

Gestrisnir heimamenn

Líkt og í Stettin var svo slegið upp veislu í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.  Þar kom fram sem fyrr að gestir áttu ekki von á neinni flugeldasýningu, hvað listræn tilþrif varðaði og höfðu því fleiri orð en ella um ágæti söngsins.  Þá kunnu gestir vel að meta hið létta andrúmsloft í kynningum og flutningi.  Íslenska tónlistin ekki síður en alþjóðlega áhugaverð og söngleði karlanna áberandi.

Framundan var loks einn frídagur í Berlin, en boðið upp á skoðunarferð undir leiðsögn Þorleifs og auðvitað vildi enginn missa af henni.  Hluti skoðunarferðarinnar var að þekkjast boð sendiherra Íslands, að skoða hina samnorrænu sendiráðsbygginu í Berlín.  Þar var vel tekið á móti okkur.

Risultati immagini per Nordic embassy Berlin
Íslenskt Líparít á íslenska hlutanum

Það var því sáttur og sæll hópur sem flaug heim frá Hamborg, eftir sjö nátta ferð til Evrópu og ferna tónleika.  Hrellingar í miðri lestarferð til Hamborgar breyttu engu þar um og verða kannski eitt af því sem seinast mun gleymast.

Niðurstaða

Það verður aldrei of oft bent á hve svona söngferðalag er miklivægt og gefandi fyrir fólk sem hefur helgað sig misskemmtilegum æfingum mánuðum saman, sleppt ýmsu öðru sem í boði var til að sigrast á snúnum sönglínum eða hljómum.  Svona ferð á að vera verðlaun fyrir góða ástundun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s