Sungið til góðs.

Hallveigarsynir er 23 manna karlakór, sem starfar innan oddfellowstúkunnar Hallveigar nr. 3 á Íslandi.  Þeir koma fyrst og fremst fram innan stúku sinnar, eða Oddfellowreglunnar á Íslandi.  Má því kannski segja að þessi kór sé vel falið leyndarmál.

Einnig halda þeir þó tvenna opinbera tónleika árlega, þ.e. jólatónleika og svo aftur að vori, en þá eru haldnir góðgerðartónleikar í Salnum Kópavogi, þar sem allur ágóði rennur til líknarmála.

Á þeim tónleikum hafa einnig komið fram landsins færasta tónlistarfólk, sem alltaf hefur verið tilbúið að leggja góðu málefni lið.  Aldrei hefur neinn beðist undan þátttöku vegna lítillar greiðslu og sumir verið með aftur og aftur.

Sungið fyrir frændur

Svo vildi til að dagana 09. – 11. júní s.l. hittust fimm norrænar Oddfellowstúkur í Kaupmannahöfn við leik og störf.  Þekkt er að Oddfellowhúsið í Kaupmannahöfn var í áraraðir eitt virtasta tónleikahús borgarinnar.

Oddfellow Palæed
Oddfellow Palæed í Kaupmannahöfn

Það varð því að ráði að 17 þessara söngbræðra héldu utan til að taka þátt í hátíðinni og fá um leið tækifæri til að syngja í hinu víðfræga húsi.

En þá vildu menn auðvitað meira, fyrst búið var að koma sér yfir hafið og kosta til hóteli, Gala-kvöldverði og öllu sem því tilheyrir.  Eiginkonur fjölmenntu með og úr varð 49 manna hópur sem að hluta gerði sér vikuferð, til Danmerkur, Póllands og Berlínar.

Haft var samband við Sendiráð Íslands í Danmörku og léði sendiherrann strax máls á því að fá kórinn heim í sendiherrabústaðinn og efna þar til móttöku, á föstudegi kl. 16:00, í stórum og björtum sal, áföstum við bústaðinn.  Þar hafði áður verið útisundlaug, sem nú er búið að loka með fallegu parketi og byggja hátimbrað þak yfir.

19029179_10211048483781927_7959839656568301982_n

Nokkrir tugir manna og kvenna, lenskir og danskir mættu í heimboðið til að berja þessa fugla augum, eða þó ekki væri til annars en að þyggja veitingar sendiherrans.

Komið á óvart

Sagt er að hálfnað sé verk, þegar hafið er.  Einnig má segja að hálfur sigur sé unnin ef hægt er að koma á óvart.  Þó karlarnir, hver öðrum myndarlegri, væru búnir að stilla sér upp, voru kannski ekki margir sem áttu von á vel syngjandi hópi þennan eftirmiðdag.  Annað kom þó í ljós.

Búið var að óska eftir fjórum til sex lögum, helst í léttari kantinum, allavega ekkert mikla „dramatík“.  Eðlilega tengja menn ekki sálma- eða ættjarðarlög við rauðvín og snittur.  Gamli sorrý Gráni væri kannski meira við hæfi í þannig teiti.

Þó aldrei sé rétt að nefna eitt nafn sérstaklega í samhentum hópi, þar sem allir skulu jafnir fyrir stjórnandanum (eða Guði), þá er óhjákvæmilgt að nefna nafn undirleika hópsins.  Sá var Ástvaldur Traustason, fyrrum „Milljónamæringur“, í músikalskri merkinu þess orðs, en hann er nú orðin jafnvígur á píanó, harmónikku og kirkjuorgel.

Þjóðlegt og gott

Kórinn hlíddi ekki óskum gesta hvað varðaði léttmúsíkina, en opnaði dagskrána á laginu „Ísland farsælda frón“ með sínum samstígu fimmundum og þaðan var stokkið í frumgerð Páls Ísólfssonar á laginu „Úr útsæ rísa…“, þar sem Ástvaldur fór hamförum á flyglinum.

Viðbrögðin voru líka þau að nú róuðust gestir í víni og snittum, en voru farnir að hlusta. Eftir sjö eða átta lög var klappið orðið jafnvel enn ákafara en í byrjun.  Kom íslenskt kórfólk, sem þarna var, ef svo má segja „út úr skápnum“ og krafðist meiri söngs.

Kórinn var hinsvegar í nokkurri tímaþröng, þar eð hann átti bókaðan danskan „frukost“ úti á Bakken, á endurgerð af sjálfu Póshúsinu úr Matador þáttunum frægu.  Póshúsið er aðeins einn hluti þeirrar tengingar, sem skemmtigarðurinn Bakken, hefur nú gert við gömlu Matadorþættina.

2017-06-09 20.02.59
Maestrofrúin á tali við húsfreyjuna í Matador og systur hennar.

Laugardagurinn var frjáls að mestu fram til kl. 16:00, en þá hittust Oddfellowbræður allra þessara Norðurlandastúkna í „Oddfellow Palæed“ og svo var Galakvöld frá kl. 18:00 fram yfir miðnætti og að hætti danskra lauk því með „nat mad“.

Annað hiss (e. surprise)

Á hátíðarkvöldverðinum tróðu Hallveigarsynir upp í „Store sal“ og aftur gerðist það sama, áferðarfallegur söngur þeirra og glaðlegur, kom öllum í opna skjöldu.  Óskað hafði verið eftir 20 mínútna söng, en eftir 30 mín, vildu gestir meira.

 

Ef ekki hefði verið fyrir m.a. „sauna“ hitastigið í salnum hefði það kannski verið gert, en fleira kom til.  Ljóst var að ekki fannst þurr þráður á kjólfataklæddum söngmönnum frá ljósalömpum sviðsins og hitt, að söngstjóri hafði bannað alla inntöku áfengis fram yfir söng og nú var nautalundin næst á matseðli og ómælt rauðvín með.

Sú staðreynd kann og að hafa haft áhrif á söngstjórann sjálfan, sem einnig er pistlahöfundur Fararsniðs.

Á sunnudag var skemmtileg sigling um síki Kaupmannahafnar og þó pistlahöfundur hafi farið þá ferð áður, þá er afar breytt mynd komin á borgina, með allri þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér í Kristjánshöfn, með óperuhúsinu, nýja borgarleikhúsinu og nýstárlegri brú sem tengir borgarhlutana saman.

Það verður að vera efni næsta pistils að fylgja Hallveigarsonum til Stettin í Póllandi og Berlínar, til enn stærri tónleika, heldur en sem nemur bara hálfri dagskrá.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s