Torquay kynnt Íslendingum

Ég var í síðasta pistli að reyna að lýsa fyrir ykkur notalegheitum þess að ferðast um sveitir og jafnvel heiðalönd Suður-Englands.  Á þeim tíma fannst mér þó eitthvað mikið vanta á að dagsferð um Dartmoorheiði væri spennandi valkostur.  Í dag hugsa ég, er Mýrdalssandur spennandi yfirferðar?  Útlendingum finnst það.

Að kynna Torquay

Kannski var þetta rétt tilfinning hjá mér að einhverju leyti.  Í þann tíð voru Íslendingar að fara til útlanda til að upplifa eitthvað spennandi, jafnvel að liggja á handklæði klukkustundum saman, í ljósum sandi þótti spennandi.  Ef New York öll eða London voru undir, þá var það spennandi.Glæsibygging í Torquay

 

Hótelin voru ýmist gömul eða ný, ýmist hótel með morgunverði, eða íbúðarhótel.  Gallinn við þau var að þau stóðu hátt í brekkunum ofan við miðbæinn.  Vinsælasta hótelið stóð nærri hæsta punkti höfðans sem gnæfir yfir höfnina.  Á korti leit það út fyrir að standa við næstu götu fyrir aftan starndgötuna.  Tilfellið var að rúmlega 240 tröppur voru frá Strandgötu upp á hótel.

Margir þeir sem komu til Torquay þetta sumar voru búnir undir hvaða veður sem var.  Þeir þekktu eitthvað til Englands og Englendinga og vissu að sumarfrí við Torbay flóann yrði öðruvísi frí en ferð til Miðjarðarhafsins.  Við Torbay flóann mun þó nyrsti staður í Evrópu þar sem pálmatré fá vaxið og þrifist.

Væntingar

Samt fannst mér eins og gestirnir hefðu átt von á einhverju meira.  Fyrsta skoðunarferðin hjá hverjum hópi var um Torquay bæ sjálfan og hann státar ekki af mikilli sögu.  Þó hafði ég fundið stað, sem fullyrt var að hefði verið verslunarstöð Víkinga.  Á þeim tíma hafði verið skipgengt upp eftir litlum læk og lón í honum nýtt sem skipalægi.  Nú var hvorttveggja þurrt.

Old_Bridge_Postbridge_Dartmoor_National_Park_Devon_England_UK

Það minnti mig svolítið á að ganga um Almannagjá og sjá þar einhverjar þústir og eiga að trúa því að þetta hafi verið sökkull að tjaldbúð Njáls eða Snorra goða.  Engar merkingar voru eða söguskjöldur af svæðinu, en hægt að kaupa póstkort af Torbay og litríka blævængi.

The Manor House

Einn áberandi glæsilegur herragarður var í útjaðri gamla bæjarins, þar sem land var orðið flatara en nærri höfninni.  Nokkrum árum seinna lenti þessi glæsilega bygging í eigu Íslendings, sem hugðist breyta henni í hótel.

Torquay höllin

Á sömu landareign var „The Spanish Barn“.  Þetta háhýsi dró nafn sitt af þeirri sögu að einhver spænskur sjóliðsforingi fékk pata af því að varningi frá Vesrtur-heimi væri landað í Torquay.  Sá spænski gerði því árás á Torquay, handtók alla málsmetandi heimamenn og stakk þeim þarna í fangelsi.  Breska heimsveldið stóðst þessa innrás.

Dvergtrén

Það sem jafnan vakti mesta lukku í þessari bæjarferð var heimsókn í afskaplega fallegan garð, þar sem í voru eingöngu dvergvaxin tré og gróður.  Hugmyndin er japönsk og ýmis gróður í garðinum þaðan kominn.  Öllu var svo stillt upp eins og bresku sveitaþorpi, með kirkju, torgum, lestarsöð o.þ.h.  Þarna leið manni eins og Gulliver í Putalandi hlýtur að hafa liðið.Botanic Garden

Að öðru leyti markaðist skoðunarferðin nokkuð af þeim leiðum sem rútan komst um, eins og oft vill vera í litlum bæjum.

Ég held áfram með frásagnir af þessu fyrsta sumri mínu, sem fararstjóri Íslendinaga á erlendri grund, í næstu pistlum.

Ein athugasemd við “Torquay kynnt Íslendingum”

  1. Sæll félagi Jón var að lesa um Torquay og Manor House hjá þér nú vill svo skemtilega til við fórum þarna á Þ ennann stað fyrir fjölda árum og gistum í Manor H í um Það bil viku hjá vertinum Magnúsi Steindórssyni eina sögu heyrði ég af þessum kastala sem var að Agata Cristi hefði búið þarna og einhverjar glæpasögur orðið til þar eitt heyrði ég að hún hefði verið mikil reykingamannerskja og taktu nú eftir við hjónin sváfum í að sagt var herberginu hennar þar sem var megn reykingarlykt en hvað veit ég ekki komið þar eitt né síðar

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s