Afrek og áföll Mozarts

Þetta verður næstsíðasti pistillinn um yfirburðamanninn Mozart, sem enn átti eftir að semja sín glæsilegustu tónverk og á sama tíma missa algerlega alla fótfestu í lífi sínu, vegna laskaðs félagsþroska, sem svo væri nefnt í dag.

Innri heyrn

Ég sagði áður í myndatexta, að hann hafi ekki þurft hljóðfæri til að semja tónlist.  Öðru nær, það eru nánast engin rissblöð til úr hans fórum.  Hann hafði samið jafnvel stærstu sinfóníurnar sínar, kórverkin og óperurnar í huganum.  Hann kunni verkin sín utanað tón fyrir tón, hvert einasta hljóðfæri, hverja einustu kórrödd og aríu og textann við.

Með öðrum orðum, hann var búinn að upplifa sköpunarverkin sín í heild sinni, en átti þá alla vinnuna eftir, að koma verkinu á blað.  Strika nótnastrenginn á blað, fimm láréttar línur.  Skrifa hverja einustu nótu, fyrir hvert einasta hljóðfæri hljómsveitarinnar, hverja einustu kórnótu og texta, fyrir hvern einasta kórfélaga.

Öll túlkunarmerki og aðrar útlistanir verksins – engin fjölföldun í boði.

mozart-blaklaeddur
Á góðri stundu

Alltaf einn í vinnunni

Þegar að þessu kom reyndist honum örðugt að einbeita sér.  Hann vissi að jafnvel þegar allri þessari vinnu var lokið gæti kaupandi tónlistarinnar neitað að borga, teldi eitthvað vanta hér, öðru ofaukið þar, oftlega stórbokkar sem ekki höfðu hundsvit á því sem þeir voru að fella dóma um.

Mozart kunni ekki að varst slíka menn, átti til að móðga áhrifafólk, sem ekki vildi heyra sannleikann af vörum „þjónustuliðs“.  Mozart kunni bara að vera einlægur, kunni ekki að þykjast, eða beita klækjum og hann hélt að allir væru þannig.

Ítölsk áhrif voru augljós í fæðingarbæ hans. Bærinn Salzburg heyrði beint undir Vatikanið.  Ítölsk tónskáld voru líka alsráðandi við nánast allar hirðir og hertogadæmi Austurríkis, Suður Þýskalands, Niðurlanda og Frakklands.

Það þótti hreinlega ekki fínt að taka mark á strákgutta frá Salzburg, þótt hann hafi verið frægur í æsku, sem þar að auki var kjaftfor og með alltof stórar hugmyndir á köflum.

Afrekin

Mozart samdi sinfóníu sína No.31 í hinni stuttu Parísardvöl sinni 1778, eftir að móðir hans lést. Sinfóníurnar hans urðu alls 52 og áttu bara eftir að stækka og lengjst eftir þá 31.  Hann samdi 15 messur, tónverk fyrir kammersveit, kór og einsöngvara.  Flestar þeirra hafði hann samið fyrir Parísarferðina, öðruhvoru megin við tvítugt og einnig þær urðu sífellt stærri í sniðum, frá 15 – 30 mínútur að lengd.

Þá eru ótalin öll svo kölluð kammerverk, fyrir færri hljóðfæri, en einnig 20 – 25 mín konsertar fyrir píanó og eða strengjahljóðfæri og sinfóníuhljómsveit.

Yndi hans voru þó óperurnar, þar sem hann gat betur sagt það sem honum lá á hjarta og svo hafði hann eflaust mikla sýniþörf og gat látið þessa þrá sína birtast í leikrænni tjáningu á stóru sviði.  Alls urðu óperurnar 23, sem farnar voru að nálgast tvær kl.st. að lengd.  Hin síðasta var Töfraflautan, sem hann skellti saman bæði hugsjúkur og líkamlega farinn að heilsu, samhliða Sálumessunni.

Sumir telja að Mozart hafi í raun fundist hann vera að semja sína eigin sálumessu, svo nærri fannst honum endalok æfi sinnar.

Lokapistillinn verður um síðustu misserin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s