Til baka til Mozarts

Talsverður tími er nú um liðinn síðan ég síðast sendi nokkrar línur byggðar á bréfum Mozarts til fjölskyldu og vina.  Nú verður bót ráðin þar á, í að minnsta kosti einum pistli, kannski tveim.

Það er eins og unglingsár Mozarts séu enn eitt dæmið um þrautagöngu einstaklings, sem er að breytast úr barni í fullorðinn.  Eftir að hafa verið hampað meir en nokkru barni, hreinlega um alla Evrópu, er barnið nú orðið unglingur með stórt nef, klunnalegar lappir og náðargáfu sem fæstir hafa nokkurt vit á.

austurriskur-postvagn
Austurrískur póstvagn 1778

Drengurinn hafði allatíð verið undir hörðum aga föur síns, sem hefur nú ekki lengur heilsu til að fara í langar tónleikaferðir á köldum hestvögnum, á hvaða árstíma sem er.  Það liggur því fyrir að unglingurinn Mozart þarf annaðhvort að ferðast einn eða með móður sinni, sem þó er enn verr farin á líkama og sál en faðirinn.

Á ferðalögum sínum er Mozart þó iðinn við að skrifa föður sínum, nánast daglega og segja honum frá öllu því fólki sem hann er að kynnast, þekktum tónskáldum, stjórnendum tónleikahúsa og frægustu söngvurum og hljóðfæraleikurum Evrópu norðan og sunnan Alpafjalla.

Í svarbréfum föðurins kemur berlega fram að hann hafði alltaf hugsað sér að frægð drengsins yrði nánast hans ellilífeyrir, Mozart yrði svo vinsælt og háttlaunað tónskáld að sá gamli gæti hætt að vinna.  Skammirnar sem dynja á honum í bréfunum frá „pabba“ er augljóslega ætlað að láta strákinn skammast sín fyrir að svíkja föður sinn.

dapri-mozart
Lífsgleðin horfin

1778 er Mozart kominn í enn eina ferðina, sem ætlað er að enda í París.  Þar sér Leopold faðir hans fyrir sér að pilturinn muni komast að hjá hirðinni og framtíðin þar með tryggð.  Móðir hans, heilsulaus er með til að forða því að unglingurinn glepjist af gylliboðum sem ekki skili sérstökum tekjum eða auknum frama.

Móðirin andaðist svo 3. júlí, en Mozart þorði ekki að segja föður sínum það strax, af ótta við skammir, heldur tilkynnir honum í bréfi að nú sé hún orðin alvarlega veik og henni hafi verið tekið blóð.  Sama dag ritar hann hinsvegar besta vini sínum, segir honum andlátið og biður hann að undirbúa föður sinn undir hina verstu fregn.

 

Ekki fyrr en 09. júlí hefur hann kjark til tilkynna föðurnum andlátið og játar þar að fyrra bréf hafi verið ritað eftir dauða hennar, „… öllu var lokið – en ég skrifaði til yðar um nóttina og vonaði að þér og systir mín kær munduð fyrirgefa mér þessa smávægilegu en nauðsynlegu blekkingu mína….“

anna_maria_1775-modirin
Móðirin 1775

Mozart leið ekki vel innan um franska aðalinn og fljótlega eftir að móðir hans lést yfirgaf hann París.  Hann var ekki lengur „undrabarn“ heldur slöttólfur frá Salzburg og alger sveitadurgur í þeirra augum og fékk að finna það.  Allt í lagi að heyra hann spila á hljóðfæri og ágætis tónlist sem hann var að semja, en tónlistarmaður var jú bara hluti af þjónustuliði.

Hann álpaðist til að segja að sér finndist franskan ljót, ónothæf til söngs og söngkonurnar skrækróma.  Þetta féll ekki í kramið hjá aðlinum.  Frakkar áttu þá ekkert tóskáld sem eitthvað kvað að en ítölsk tónskáld algeng við greifadæmi og hirð, svo og yngsti sonur Johanns Sebastian Bach, Johann Christian, en hann og Mozart urðu góðir vinir.

11. september skrifar hann föður sínum og er nú ákveðinn í að yfirgefa París og koma heim til Salzburgar.  Hann kvíðir samt komunni þangað, veit að hans bíða skammir fyrir að hafa gefist upp.  Hann kvíðir andrúmsloftinu í Salzburg, undir hinum ítölsku áhrifum og innfæddir tónlistarmenn settir skör lægra en hinir ítölsku.

Þarna er kannski komið upphafið að endalokunum.  22 ára gamall, kannski mesti snillingur tónlistarögunnar, er hann í algerri þröng með að fá vinnu.  Framundan er tæpra 10 ára þrautarganga um sama torleiði, skilningsvana og rotins samfélags yfirstétta, kirkjulegra og veraldlegra.

Ég læt duga næsta pistil til að klára að segja af sigrum og ósigrum þess tæpa ártugs sem hann eftir að lifa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s