Undrabarnið Mozart

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fara að setja á blað hugleiðingar um undrabarnið Mozart.  Hinir stórkostlegu þættir Árna Heimis Ingólfssonar, sem heyrast á RUV vikulega eru kannski nóg.

Mig langar samt að deila með ykkur vitnisburði, sem um hann birtist í bréfunum sem til eru, ýmist frá honum eða um hann.  Sá mæti maður Árni Kristjánsson, píanóleikari þýddi litla bók, þar sem þessi sendibréf eru gefin út.undrabarnid-mozart

Náðargáfa barna kemur oft fram strax á ungaaldri.  Samhliða náðargáfu á einu sviði kemur oft fram vöntun á hæfileikum á öðru sviði.  Kannski hefði snilligáfa Mozarts aldrei uppgötvast ef faðir hans hefði ekki ætlað sér hvort eð var, að gera drenginn að tónlistarmanni.

Faðir og sonur

Faðir hans Leopold Mozart er lagður af stað í tónleikaferð með hann þegar barnið er aðeins sex og hálfs árs.  Leopold skrifar frá Vínarborg 16. oktober 1762:  „Wolfgang litli lék svo vel á orgelið að grámunkarnir hættu snæðingi og hópuðust um hann til að hlusta á orgelleikinn og féllu í stafi af undrun….“

„Við eigum það Wolfgang að þakka að við sluppum við að greiða vegatollinn.  Hann sýndi verðinum „klaverið“ sitt (ferðahljómborð þess tíma) og lék fyrir hann menúetta á litlu fiðluna sína“…..

Sex og hálf sárs er stráksi farinn að vekja undrun fyrir færni á þrjú hljóðæfri og orgelið sannanlega ekkert smábarnahljóðfæri.

Landshornaflakk

„Óðara en það fréttist að við værum stödd í Vínarborg, barst okkur boð um að koma til hallarinnar“….  …hátignirnar tóku okkur svo vel að allir munu halda það skröksögu, þegar ég segi frá því. En svona var það“.

mozart-vid-hirdina

Hugsanlega var faðir Mozarts farinn að nota drenginn sem einhversskonar tekjulind, allavega að „fjárfesta“ í honum til framtíðarinnar.  

Þann 1. febrúar 1764, þegar Mozart er nýbúinn að eiga átta ára afmælið eru þeir feðgar komnir til Parísar og að sjálfsögðu mættir til hirðarinnar.  Þá skrifar hann fjölskylduvinum í Salzburg.

Land úr landi

„… í stórveislunni í konungshöllinni, sem haldin var síðdegis á nýjarsdag hlaut Wolfgangus minn þá náð að fá að standa hjá Drottningunni við máltíðina, tala við hana, skemmta henni, kyssa hendur hennar og þyggja af henni allskyns krásir, sem hún rétti að honum ….

Sama dag til annars vinar:   „Guð gerir með hverjum degi ný kraftaverk á þessum dreng…“

Leopold faðir hans heldur svo áfram … og hann flytur við fyrstu sýn, undirleik að aríum og færir milli tóntegunda“  (kannski svipað og að fá íslenskan texta og lesa hann samstundis óbrenglaðan á dönsku).

London 28. maí sama ár:  … Hann lék svo vel á orgel konungsins að allir töldu hann standa þar framar en í semballeik.  … „og bjó til „upp úr sér“ nýja laglínu við ófrágengna fiðluröddina í aríum Handels“…

klaverspilarinn

„Í einu orði sagt: Það sem hann kunni, þegar við lögðum upp í ferðina, er hégómi hjá því sem hann kann í dag“.

Í næsta pistli mun ég svo birta glefsur úr nokkrum bréfum, sem Mozart skrifar sjálfur, bæði frá þessum sömu árum og einnig hvernig allt fer að fara úr böndunum hjá þessum snillingi.  Þá er faðirinn fallinn frá og Mozart kominn með fjölskyldu og á sárasta basli með að sjá henni farborða.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s