Lissabon heillar

Eftir brottskráningu af hótelinu héldum við áleiðis til Lissabon.  Ætlunin var að slíta þá rútuferð í sundur með stoppi í bænum Óbidos.  Á fyrri öldum var skipgengt upp að bænum, en nú hefur lónið fyllst upp af jarðvegi og gróðri og erfitt að ímynda sér skipalagi neðan við borgarmúrana.

portugal-obidos
Þröngar götur og lítil hús kúra innan virkisveggja

Óbidos er einn fárra bæja í Portugal, sem stendur að langmestu leyti innan borgavirkis og þar ríkir enn andrúmsloft miðalda þó götur séu fullar af túristum.

Óbidos vakti undrun

Þannig var það jú einnig er þessi litli bær var verslunar- og verstöð héraðsins.  Margir gengu á múrinn til að sjá betur yfir sveitirnar bæði inn til falla og til sjávar.  Flestir vildu smakka á einkennisdrykk bæjarins, sem er silkimjúkur kirsuberjalíkjör, Gingja.  Með þessu er boðið upp á dökkt súkkulaði og harmónerar hvort með hinu einstaklega vel.

Eftir gott stopp í Óbidos var haldið áfram för og nú var stefnt á Sintra fjall og póstkortabæinn, sem ber sama nafn.  Við áttum bókaða skoðunarferð um Þjóðarhöllina, sem er mest áberandi sérkenni bæjarins.  Það er eina höllin sem ég á það til að draga farþega mína inn í, með góðri samvisku, svo sérstæð er hún.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Skorsteinarnir tveir eru einkenni hallarinnar

Hún er að uppruna márísk, því næst endurbyggð sem veiðkofi (veiðihöll) Jóhanns I. og að endingu stækkuð og skreytt í tíð Manúels I., er gullið flæddi inn í landið bæði frá Austurlöndum fjær og vestan frá Brasilíu.

Það er samt litli bærinn í brekkunni ofan við höllina, sem mér finnst alltaf skemmtilegast að heimsækja.  Við kvöddum Sintra kl. 16:00 og þá var bara 40 mínútna akstur á hótelið okkar í miðborg Lissabon.

Fadokvöld

Aðeins er um 15 mínútna gangur þaðan niður á Rossío torg, sem líkja má við Austurvöll í Reykjavík.  Við ætluðum hinsvegar á Fadostað þetta kvöld og því varð bæjarferð að bíða að þessu sinni.  Fáir þekktu nokkuð til Fado söngsins og hann er sannalega ekki auðmeltur við fyrstu heyrn.

Ég hef því tekið upp þann sið, er á staðinn er komið að segja svolítið frá og reyna að útskýra andrúmsloftið sem þessum söng er ætlað að skapa.  Stærsti munurinn á Fado og amerískum Blues söng er sá að við skiljum enska textann í blues lögunum, en ekki orð í portúgalska blúsnum.

singer-cesaria-evora-dies-7inmggs-x-large
Cesária Évora var undir áhrifum frá Fado og söng á Portúgölsku

Ég er hinsvegar fullkomlega ósammála þeim sem segja og/eða rita að þessi tónlist sé niðurdrepandi og leiðinleg, ekkert sem kemur frá hjarta manns eða konu getur verið leiðinlegt.

Það voru enda engar kvartanir yfir misheppnuðu kvöldi, enda matur, vín og flutningur að allra skapi og hugsanlega hef ég aldrei heyrt í betri „víóluleikara“, en belgvíða gítarinn, sem notaður er í Fado er kalla Portúgalarnir víólu.

Cascais er alltaf eins….

Síðasta skoðunarferð okkar í þessari vikuferð var morguninn eftir og þá fórum við um merkustu götur og torg, komuð að minnismerkjum um mikilleik portúgalskra sæfara, forn og ný, áður en ekið var með ströndinni vestur til Cascais.  Þar var frjáls tími í litla bænum og svo síðasta sameiginlega máltíðin í bókasafni eins af gömlu strandvirkjum sjóhersins.

cascais
Ströndinni í Cascais var ekki fórnað fyrir bátalægi eða skipahöfn

Er komið var aftur til Lissabon, var dagurinn frjáls og hópurinn tvístraðist um miðborgina, í fallegu og notalegu haustveðrinu.  Flug var klukkan 11:00 morguninn eftir til Heathrow flugvallar og lending í Keflavík um 11:30 sunnudaginn 09. oktober.

Hugleiðing

Að skoða heilt land, eins og Portúgal á einni viku er ógerningur og auðvitað rökleysa.  Takist manni hinsvegar á svo stuttum tíma að vekja þann áhuga á landi og þjóð að fólk kveðji mann með orðunum „hingað þarf ég að koma aftur“, þá er ég sáttur.

Ég trúi því að ferðafélagar okkar viti nú betur en flestir aðrir að Portúgal er ekki bara Algarve og Ronaldo.  Þetta er fallegt og friðsælt land, þjóðin á miklu betra skilið en þá vesöld sem henni var búin megnið af síðustu öld.  Með hækkuðu menntunarstigi munu Portúgalir aftur ná fyrri virðingu meðal þjóða.

2 athugasemdir við “Lissabon heillar”

  1. Ég er gjörsamlega dottin í Fado tónlistina síðan ég kynntist henni í þessari sérlega skemmtilegu og fróðlegu ferð. Frábært að kynnast sögu lands og þjóðar, takk fyrir okkur!

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s