Dagur í Portó

Margir höfðu heyrt um heilgrillaðan smágrís, sem máltíð en aldrei smakkað fyrr.  Engum varð bumbult af og notalegt var að setjast í konunglega setustofuna í Bússakóhöll, þar sem búið er að koma barnum fyrir.  Ekki var það ódýrasti barinn sem fólk hafði heimsótt og barþjónninn skemmtilegur sérvitringur.

Næsta degi skyldi eytt í borginni Portó…..  Við hittum leiðsögumanninn okkar sunnan megin árinnar og hann byrjaði á að leiða okkur upp á gamla klausturhæð, þar sem útsýnið er stórbrotið yfir að gömlu borginni norðan ár.

Þaðan flutti rútan okkur norður yfir Douroána og aftur var tekin Luis I. brúin og svo upp að göngugötunum.  Við gengum að elsta kaffihúsi borgarinnar og trúlega landsins, Majestic Cafe (sannanlega töfrum líkt) áður en haldið var áfram að kirkju allra sálna og þaðan að gamla markaðnum. Sá er ekki dæmigert portúgalskt markaðshús, opið upp úr miðju og fjölskrúðugur.

majestic-cafe-betri
Majestic Café.

Þaðan lá leiðin á „Lækjartorg“ borgarinnar, með tignarlegan Borgardóm fyrir öðrum endanum og fyrrum höll hérðashöfðinga, eða fulltrúa konungs fyrir hinum.

Flísamálun Portúgala

Skáhalt þar á móti er gamla lestarstöðin, ein merkilegasta bygging Portó, að stofni til gamalt klaustur og geymir sérkennilega sögu.  Þarna rís skreytilist Portúgalanna einna hæst í  öllu landinu, þar sem flísar eru notaðar í myndlist.

Eftir frjálsan tíma og hádegisverð á eigin vegum, sem flestir snæddu niðri við ána, var haldið aftur yfir Douro og portvínskjallari heimsóttur.  Sá er einn fárra portvínskjallara sem ekki er í eigu Breta eða Skota, heldur hinnar nafntoguðu Ferreirafjölskyldu.

Að heimsókn lokinni var ekið til baka til Bussaco, því kvöldverður var bókaður þar í einum salanna.  Nú var hópurinn búinn að kynnast nógu vel til allir gátu spjallað við alla og sagt sögur, sem ekki endilega náðu mikið upp fyrir mittið.

kvoldverdur-i-bussaco
Kvöldverður í konungshöll

Næsti dagur var almennur frídagur í Portúgal, en þeir eru margir og flestir af litlu tilefni.  Þægilegur hiti og sólríkt og því voru bæirnir sem heimsóttir voru hver öðrum vinalegri.

Vinalegir bæir og vinalegt fólk

Þetta átti einmitt að vera dagur til að skoða litla fallega bæi og þó búðir væru almennt ekki opnar, þá voru barir og veitingahús vel nýtt af hópnum og við vorum víðast ein með heimamönnunum.  Slíkt þykir mér jafnvel enn notalegra en pakkaðar götur af ferðamönnum, því ekki lítum við á okkur sem ferðamenn.

Síðasti bærinn var Fatíma, en þangað koma tugþúsundir pílagríma á hverju ári, til að heimsækja þennan helgasta stað Portúgals.  13. maí 1917 birtist Marí mey börnunum þrem, sem héldu sauðkindum bændanna til beitar í hæðunum í kring.

fatima-2048x9201
Hluti torgsins sem fyllist af fólki á helgustu dögum kaþólskunnar

Þetta var undir lok fyrri heimstyrjaldar og hún birtist á sama stað 13. dag hvers mánaðar allt til 13. oktober, er vopnglaðir Evrópubúar létu að óskum hennar og lögðu niður vopn.  Mikið hefur verið skrifað um fyrirbærið og jafnvel kvikmyndað.  Yngri stúlkan  gerðist nunna og lést árið 2005.

Áður en við héldum til baka í gististað snæddum við fábrotinn saltfiskrétt að hætti heimamanna.  Framundan var síðasta nóttin í Bussaco og þaðan var ferðinni heitið til Lissabon til þriggja nátta dvalar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s