Sælkeragöngur, í 12 ár

Heiti ferðanna okkar er hugmynd sem varð til í fjallgönguferð á Spáni fyrir allmörgum árum.  Í gönguferðum um fjallahéruð er fyrst og fremst lagt upp úr áskoruninni við næsta fjall, eða næstu gönguleið.  Áskorun á sjálfan sig og svo auðvitað fallegt útsýni, í tryggu veðri.

Minna er lagt upp úr gistingu eða öðru atlæti.

Sem matmaður góður og vínaðdáandi saknaði ég þess hve þarna skorti á, ekki síst þar sem frá Spáni koma einhver bestu vín Evrópu og matarmenning þeirra er á háu plani einnig.

2016-08-26-20-52-58
Útlit og bragð skulu haldast í hendur

Þá varð okkur hjónunum einnig ljóst að flestar gönguleiðirnar voru bæði of langar og of erfiðar fyrir mjög marga á okkar aldri, menn og konur.

Okkur fannst að það hlyti að vera hægt að finna þarna einhvern milliveg, leggja meira í gistingu og mat, en einnig að létta og eða stytta göngurnar, svo fleiri gætu verið með.

Þetta hefur tekist vel og nú er svo komið að nánast er uppselt í Sælkeragöngurnar hjá okkur 18 mánuðum áður en þær eru farnar.

Til þessa höfum við haldið okkur við Gardavatnið og seinna Toscanahérað, hvorttveggja á Ítalíu og einnig hefur tilraun sem við gerðum með Valencia á Spáni tekist og vakið mikla lukku hópanna sem þangað hafa farið.

Castello-di-Barolo
Barolo kastalinn

Nú er því komið að því, að finna nýtt svæði á Ítalíu og hefir Torino og Piemont héraðið orðið fyrir valinu.  Við hjónin fórum þangað með einn hóp nú í ágústlok og þótti svæði mjög áhugavert og spennandi.

Okkur tókst að finna léttar gönguleiðir, góða matsölustaði og koma á merkisstaði eins og Santa Maria della Gracia klaustrið í Milano.  Þar er að finna stórvirki Leonardo da Vincis „síðasta kvöldmáltíðin“.

Einnig fórum við í sveitaferð og leituðum uppi trufflusveppi, með aðstoð sérþjálfaðrar tíkur og sama dag var komið að Barolo-kastalanum og upphafskjallari barolovínanna heimsóttur og glæsimáltíð snædd með vínum þeirra.

Það verður áhugavert að heyra hvaða undirtektir slík ferð fær í framtíðinni, ekki síður en tilhlökkunarefni að upplifa þatta marglofaða vínhérað og frönsk áhrif matargerðar í Piemont.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s