Kirkjukór Akraness brá undir sig betri vængjunum og flaug á vegum okkar, til London í byrjun júní s.l. Þau gistu svo í þeirri borg sem stundum er nefnd “litla London” eða Brighton, í sex nætur.
Hótelið þeirra er næst-elsta hóteli borgarinnar og ber aldurinn vel að ytra útliti, en reyndist komið með ýmsa innvortiskvilla, sem indverskir rekstraraðilar höfðu ekki leitað nógsamlegrar lækningar við.
Að syngja fyrir aðra
Á sex dögum sungu þau tvisvar opinberlega í einhverjum glæsilegustu salarkynnum Suður-Englands. Þau héldu góðgerðartónleika í hinum mikilfenglega tónlistarsal “The Royal Pavillion” í Brighton. Allur ágoði rann til samtaka berjast gegn einelti þar syðra.

Sveinn Arnar, stjórnandi kórsins segist aldrei hafa stjórnað kór í öðrum eins sal, að fegurð og ekki síður hljómgæðum. Bæði Caruso og María Callas höfðu sungið þarna á árum áður, enda salurinn eftirsótt tónleikahús.
Á slóðum pílagríma
Þá óku einn dag til Kantaraborgar og sungu hádegistónleika í “Canterbury Cathedral”. Þar var það sama uppi á teningnum, dásamlegur hljómur í höfuð musteri ensku biskupakirkjunnar, sem á sér fáar hliðstæður að tign og helgi.

Aðrir dagar voru svo frjálsir, en auðvitað brast kórinn í söng af og til þar sem aðstæður kölluða á slíkt. Brighton er bæði falleg og notaleg lítil borg og verðlag er þar mjög hagstætt, bæði í verslunum og veitingahúsum.
Ég læt hér fylgja með umsögn formanns ferðanefndar um ferðina, bæði hið jákvæða og það sem miður fór.
Hvað er framundan
