Í leit að auðæfum

Með Krossferðunum urðu til mikil samskipti milli hinna kristnu og villutrúarmannanna.  Í öllum stríðum fyrri alda báru stríðsmenn virðingu fyrir andstæðingi sínum, ekki síður en að hatast við hann.

Augnaðgerðir í Sevilla

Krossfararnir komu til baka með aukna þekkingu t.d. í læknisfræði, sem þeir höfðu numið af Aröbunum.  Kirkjan, hinsvegar kaus að fordæma allt sem frá þeim kom og lýsa óguðlegt.  

Samskiptin voru líka friðsamleg
Samskiptin voru líka friðsamleg
Mikilli þekkingu, sem upprunnin var í hjá Forn Grikkjum og frá Mið-austurlöndum var því kastað á glæ í Evrópu á uppgangsöldum kirkjunnar.  Hið sama hefur auðvitað gerst í Arabaheiminum í dag, fyrir tilstilli valdasjúkra þjóðhöfðingja þar. Tungumálavandræði ollu því svo stundum, að um misskilning var að ræða.  Eitt af því sem hinn portúgalski konungssonur, Hinrik sæfari var upptekinn af var að í hinu fjarlæga Austri væri til kristið samfélag og hann taldi það skyldu sína að ná sambandi við það, styðja og styrkja.

Kristni söfnuðurinn týndi

Sannanlega þrifust enn á þeim tíma kristnir söfnuðir, þar sem nú er Eþíópía og jafnvel enn sunnar.    Þá voru einnig til samfélög annarra trúarbragða en Islam, t.d. hindúar og gyðingar, sem Arabarnir gerðu engan greinarmun á, bara ekki múslimar.

Miðaldamynd frá Eþíópíu
Eþíópísk altaristafla frá Mið-öldum
Hafandi í huga þessa trúbræður í austri, sendi Hinrik af og til skip inn í Miðjarðarhaf í leit að upplýsingum og í von um að finna þar kristna menn.  Samhliða því og til að fjármagna ferðirnar, var svo farið reglulega í land, með allan flotann til að sækja ránsfeng. Meiri áhersla var þó lögð á að sigla sunnar og sunnar með vesturströnd Afríku.  Þar kom hinsvegar upp nýtt vandamál, afskaplega mannlegt og landlægt meðal sjómanna.  

Sjóskrímsli og seigfljótandi haf

Hjátrú af ýmsu tagi er enn þann dag í dag, landlæg meðal sjómanna.  Auðvitað höfðu í aldanna rás, veiðimenn og aðrir hrakist af leið og lent suður með ströndum Afríku og munnmælasögur til af því.  Þeim fylgdi gjarnan sú fullyrðing að lífshættulegt væri að sigla suður fyrir Bojadorhöfða.    Sá er norðarlega í Mauritaníu og lætur ekki meir yfir sér en aðrir klettar, en þar eru straumar eða straumaskil og því oft og tíðum vont sjólag.  Sannfæring sjómannanna olli því að bæði skipstjórar og áhafnir harðneituðu að sigla sunnar en þangað.

Allskyns óvættir ógnuðu lífi sjófarenda
Allskyns óvættir ógnuðu lífi sjófarenda
Ekki hjálpaði til, ítölsk lygisaga af einhverjum Vivaldibræðrum, sem siglt höfðu sunnar og aldrei komið til baka.   Þessi ótti olli því að skipstjórar fóru að sigla dýpra og hrepptu þar austlæga staðvinda, sem meðal annars leiddu þá til Canaríeyja, Madeira og síðar Asoreyja.  

Skrítið mannfólk

Enn má tilgreina sagnir er sjómennirnir höfðu fyrir satt frá einhverjum; sem frétt hafði; hjá öðrum sem heyrði; að menn sem villst höfðu suður fyrir höfðann og komist til baka hefðu þá tapað niður tungumáli sínu og húð þeirra orðin svört að lit.  

Fyrstu teikningar feimnislegar
Fyrstu apateikningar voru feimnislegar
Mannskepnur sem þeir höfðu fundið á eyjunum, bjuggu í trjám, höfðu skott og tungumál þeirra líktist öskrum rándýra.  Þá áttu mannkríli þessi það til að ganga á fjórum fótum, ekki síður en uppréttir og afskaplega voru þeir ófríðir til munnsins.
Þessi er hispurslausari
Þessi er hispurslausari
Það var svo árið 1434 sem ungum ofurhuga að nafni Gil Eanes, var falin leiðangursstjórn af hendi Hinriks sæfara og hann braut loks ísinn.  Eftir það sigldu allir suður fyrir Bojadorhöfða og portúgalskar steinsúlur risu víða á vestur strönd Afríku á næstu áratugum. Í næsta pistli verður fjallað um hina lokuðu rannsóknarstöð á Sagreshöfða, sem ég áður nefndi.

%d bloggers like this: