Framákonur í Portúgal

Í lauslegu grufli mínu um sögusvið Portúgals finnst ekki ein einasta kona sem gegnt hefur opinberu embætti á fyrri tímum.  Þær fyrstu sem koma fram eru fæddar undir lok nítjándu aldar.  Sagan geymir þó nöfn tveggja kvenna er ríktu sem Drottningar yfir landinu, Maríu I. og Maríu II.  

Vinsælar Drottningar

Það voru þó aðrar drottningar, sem hlutu aðdáun þjóðar sinnar, svo mikla að þær skyggðu jafnvel á kónginn sjálfan.   Þá er ónefnd Catherine af Braganza, sem giftist Karli II. bretakonungi og flutti með sér þann sið sem allir telja enskan að uppruna “the five o´clock tea”.

Leiría var höfuðborgin í tíð Dom Dínis.
Leiría var höfuðborgin í tíð Dom Dinis.
Svo mætur konungur sem Dom Dinis var, þá var það frúin hans, Elisabet af Aragon, sem var dálæti alþýðunnar.  Dinis konungur hefur ýmist verið uppnefndur “kóngur bóndi” eða skáld-konungur.  Ástæðurnar vegna þess hve framtakssamur hann var. Elisabet drottning var bóngóð við hina snauðu, á meðan Dinis konungur vildi skapa þeim tækifæri til að bjarga sér sjálfir og beitti alþýðuna jafn hörðu og aðalinn.  Elisabet var seinna tekin í tölu dýrðlinga og til eru af henni margar sögur, er segja frá gæsku hennar og jafnvel kraftaverkum. Dom Dinis stofnaði hinsvegar bændaskóla í Coimbra, sem seinna breyttist svo í háskóla árið 1290.  Hann orti ljóð á Portúgölsku, en stafsetningin hans náði ekki að verða að ritmáli Portúgals.  Hann varð fyrstur konunga í Portúgal til að ráða hljóðfæraleikara við hirðina.

Ensku áhrifin

Filípa af Lancaster er önnur drottning, sem er í miklum metum hjá portúgölsku þjóðinni.  Hún var ættmóðir stærstu og farsælustu konungsættarinnar.  Synir hennar lögðu grunninn að heimsveldi Portúgala á höfunum.

Portúgalsa riddarareglan
Tákn portúgölsku riddarareglunnar
Bóndi hennar Jóhann I. og sonur, Hinrik Sæfari urðu báðir leiðtogar Avis riddarareglunnar í landinu.  Á þeim hvíldi því sú skylda að stjórna trúboði meðal heiðingjanna. Athyglivert er að báðar þessar mætu konur eru fæddar í öðru landi og giftar portúgölskum prinsum eða kóngum.  Því má vel hugsa sér að þær hafi jafnvel óáreittar átt sína aflandsreikninga í heimalandinu.

Pólitísk þátttaka kvenna

Það gefur auga leið að konur tóku ekki þátt í pólitíkinni fyrr á öldum.  Þær höfðu t.d. ekki kosningarétt og bóknám stóð þeim ekki til boða, nema í klaustrunum.  Á 20. öldinni ríkti svo harðstjórinn Salasar, guðfræðingur og hagfræðingur að mennt og hélt landinu í böndum fullkominnar stöðnunar.

Þjóðin bar djúpstætt hatur til hans
Þjóðin bar djúpstætt hatur til þessa manns
Það þurfti stjórnarskrárbreytingu til að veita konum nokkurt jafnrétti á við karla og það gerðist ekki fyrr en 1976, tveim árum eftir “nellikubyltinguna”.  Kosningarétt höfðu aðeins giftar konur haft fram til þess tíma og þó aðeins frá 1930.   2014 voru konur í pólitík 31.4% WorldBusinessCultur segir einungis að ekki sé hefð fyrir því að konur stundi viðskipti í Portúgal og að “portúgalskur karlmaður mundi aldrei láta konu greiða fyrir máltíð beggja”. 6. – 9. mars á þessu ári var haldin alþjóðleg ráðstefna í Lissabon, undir heitinu “Women of Wisdom”.  Flestir fyrirlesarar voru portúgalskar konur en einnig alþjóðleg nöfn eins og Heidi Richards Mooney, sem hingað hefur komið oftar en einu sinni. 8 SÆTI ERU EFTIR Í HAUSTFERРTIL PORTÚGALS 01. – 08. OKTÓBER.  SMELLIÐ Á BLÁU SLÓÐINA.  GREIÐA ÞARF STAÐFESTINGU FYRIR 31. MAÍ N.K.