Portúgal inn í nútímann

Það er sérkennilegt að fá að vera áhorfandi að því hvernig heilt land byggist upp á tiltölulega fáum árum, breytist úr vanþróuðu ríki í skipulagt samfélag. Trúlega hafa aðeins útlendingar geta orðið áhorfendur þess sama hér á landi, er Ísland/Reykjavík breyttist úr þyrpingu fáeinna steinhúsa, en mest megnis bárujárnskofa og torfhúsa, í skipulagðan kaupstað og vegakerfi landsins breyttist úr einbreiðum malarvegum í malbikaða, uppbyggða þjóðvegi.

Víða eru sýsluvegir enn steinlagðir
Víða eru sýsluvegir enn steinlagðir í norðurhéruðunum.
Þetta og meira horfði ég á gerast á árunum 1988 – 1996, sem fararstjóri í Algarve og vikulegur gestur í Lissabon.

Skólahald og læknisþjónusta

Í Albufeira voru tveir barnaskólar þegar ég kom þar fyrst, gamli skólinn og nýji skólinn.   Þar var ein læknastofa sem hafði enskumælandi starfsfólk, rekin af Portúgala og Breta.  Slysavarðstofan var í einni af þrengstu götum gamla bæjarins og opin stundum!  Þar skildi enginn ensku og flækingshundurinn sem hafði fundið sér skjól í biðsalnum stóð ekki upp fyrir gestum. Það var einn bensínsali í bænum og annar spölkorn fyrir utan.  Í júlí og ágúst tók það svo langan tíma að fara og taka bensín, gera þurfti ráð fyrir því í verkefnalista dagsins, bensín var í Portúgal jafn dýrt og á Íslandi, þó Portúgal væri eitt fátækasta land Evrópu. Leigubílar voru fáeinir og 20 – 30 mínútna bið eftir þeim þótti eðlileg og lengdist síðsumars.  Leigubílstjórarnir töluðu aðeins Portúgölsku og áttu sjaldnast Peugeotinn sjálfur, heldur óku fyrir einhvern annan, sem hafði leyfið og átti marga bíla.

Þröngar götur og vegir

Þá fór það orð af umferðinni í Portúgal að þar væri hæsta slysatíðni í Evrópu.  Ef satt var má eflaust rekja það til lélegra gatna og þjóðvega, lélegra bíla, margra skellinaðra, þar sem öryggishjálmur þótti fremur til vandræða í hitanum, en til varnar í óhöppum.   Ekki hefur svo hjálpað að þeir sem áttu góða bíla virtust algerlega missa stjórn á sér er þeir settust undir stýri og óku oft hraðar en þeir gátu hugsað.  Gangstéttir voru fátíðar svo fólk gekk í vegarkanti, eða á götunni sjálfri.

Gangstéttargerð enn þann dag í dag.
Gangstéttargerð enn þann dag í dag.
  Eins og á Íslandi höfðu götur og vegir verið lagðir í hlykkjum eftir gömlum reiðleiðum asna, í stað hesta.  Asnakerrur, kýr- eða fjárrekstrar og gamlar Massey Ferguson dráttarvélar á þjóðvegum voru algeng og þjóðvegir og sveitavegir krossuðu við lestarteina víðsvegar.  

Tíminn er afstæður

Þú gast því aldrei vitað hvenær skoðunarferðinni yrði lokið þegar fólk spurði hvenær komið yrði til baka á hótelið.  

Flutningshraði var óþekkt hugtak þá.
Flutningshraði var óþekkt hugtak þá.
Háskólar voru þrír, ríkisháskólinn og Kaþólski Háskólinn, báðir í Lissabon og Háskólinn í Coimbra, talinn elsti háskóli í Evrópu.  Hæstu einkunnir, eða þó oftar, mútur til réttra aðila þurfti til að komast að.  Krakkarnir sem unnu á hótelunum okkar földu sig oft með setningunnu “ég ætlaði hvort eð er ekki í háskóla”. Yfirvöld sögðu “þrír háskólar er nóg fyrir hina illa læsu portúgölsku þjóð”.  Þá bjuggu 8 – 10 milljónir manna í landinu og aðrar tvær milljónir bjuggu í Afríku, Kanada og norðar í Evrópu. Í næsta pistli langar mig að rekja þær breytingar eða kannski frekar þá byltingu sem varð á lífsháttum Portúgala frá 1986 til aldamótanna.   NOKKUR SÆTI ERU ENN EFTIR Í HAUSTFERÐINA ÞANN 01. – 08. OKTOBER N.K. GREIÐA ÞARF STAÐFESTINGU FYRIR 31. MAÍ.