Haustferðin til Portúgals

Að þessu sinni er ekki um eiginlegan bloggpistil að ræða, heldur sendi ég hér frá mér endanlega útgáfu að ferðadagskrá Haustferðar til Portúgals í október n.k. Sú breyting varð á, fyrir þrem vikum að samstarfs aðili minn felldi niður beint flug til Lissabon og það hefur tekið drjúgan tíma að finna tengiflug á þokkalegu verði. Nú er það fundið og einnig hótel í Lissabon, á þeim stað sem ég helst hafði kosið.  Veitingastaðir og vínkjallarar hafa líka staðfest móttöku okkar og því voga ég að senda hér endanlega útgáfu af ferðadagskrá. Ég vil benda á allt það sem er innfalið í þessari ferð, ólíkt því sem algengt er orðið, þegar ekki einu sinni flugvallarrúta er innifalin, hvað þá skoðunarferðir og ríkulegar máltíðir.

Haustferð til Portúgals – ferðadagskrá.

01. OKTÓBER.  Flogið með Icelandair til Gatwick FI470 kl. 07:45 – 11:45.   Kl. 15:45 – 18:05 BA2782, flogið áfram til Oporto.  Rúta bíður á flugvelli og við ökum til Vila Nova de Gaia.  Þar snæðum við kvöldverð á fallegum stað, innifalinn í verði. Kl. 21:15 ekið af stað til Palace Hotel Bussaco, þar sem við gistum í fjórar nætur.

Sumarhöllin í Bussaco.
Sumarhöllin í Bussaco.

Kl. 22:30 innskráning í Sumarhöllina í Bussaco. 02. OKTÓBER. Morgunverður á hóteli og svo göngum við upp á Bussaco hæð og horfum yfir vígvöll herja Wellingtons og Napóleons. Kl. 12:00 ökum við af stað niður til háskólabæjarins Coimbra en þar var hugsanlega stofnaður fyrsti háskóli Evrópu árið 1290. Eftir stutt stopp höldum við áfram til Figueira da Foz, þar sem við sjáum einhverja  breiðustu og hvítustu sandströnd sem við höfum áður litið.   Þar er hádegisverður á eigin vegum – frjáls tími á eftir. Kl. 17:00 ekið af stað í vínsmökkunarferð í bænum Anadia. Kl. 19:00 kvöldverður, innifalinn í verði. Kl. 21:00 ekið til baka í gististað. 03. OKTÓBER. Morgunverður á hóteli og svo er haldið í dagsferð til Porto. Borgin skoðuð og portvínskjallari heimsóttur.  Hádegisverður á eigin vegum t.d. í nýja bryggjuhverfinu sunnan árinnar.   Kl. 17:00 ekið til Bussaco,

Portvínsbátarnir á Douro ánni
Portvínsbátarnir á Douro ánni

  Kl. 20:00 kvöldverður í glæsilegum matsal hallarinnar. 04. OKTÓBER. Morgunverður á hóteli og svo ökum við á söguslóðir til Leiría, sem eitt sinn var höfuðborg landsins, til Batalha (En. Battle), niður að strönd til Nasaré, þar sem sjómannakonurnar ganga í sjö pilsum.  Hádegisverður á eigin vegum og svo höldum við til baka til Fatíma, þar sem María mey birtist reglulega frá maí til oktober árið 1917 og mikið hefur verið ritað og rætt um. Kl. 19:00 kvöldverður í Fatíma áður en haldið er til baka í gististað. 05. OKTÓBER. Morgunverður á hóteli, uppgjör reikninga og brottskráning, áður en haldið til Lissabon eftir strandhéruðunum. Kl. 11:00 komið til Óbidos, bæjar sem er allur innan gömlu borgarmúranna. Kl. 13:00 komið til Sintra og hádegisverður á eigin vegum í þeim litla bæ, sem bera mætti saman við Þingvelli að mikilvægi í hjörtum Portúgalanna. Kl. 14:30 Pena höllin skoðuð og svo haldið til Lissabon. Kl. 16:30 innskráning á hótel í Lissabon. Kl. 19:30 Fado-kvöld, matur og lifandi tónlist, í Bairro Alto hverfinu. 06. OKTÓBER. Morgunverður á hóteli – FRJÁLS DAGUR Í LISSABON.

Vatnsleiðslan mikla frá dögum Rómverja
Vatnsleiðslan mikla frá dögum Rómverja

07. OKTÓBER. Morgunverður á hóteli og svo ½ dags skoðunarferð um Lissabon og með ströndinni út til litla fiskimannabæjarins Cascais, þar sem innifalinn er hádegisverður á góðum fiskveitingastað. 08. OKTÓBER. Morgunverður á hóteli, uppgjör reikninga og brottskráning, áður en ekið er út á flugvöll í veg fyrir flug: BA501 til Heathrow, 11:00 – 13:45.  Þar bíður okkar rúta sem flytur okkur út á Gatwick flugvöll. Kl. 21:10 – 23:10 flogið á FI477 til Íslands.

Verð á mann m/v gistingu í tvíbýli  kr. 248.000

bóka núnaVinsamlega tilgreinið nafn herbergisfélaga í Athugasemdasvæði Aukagjald fyrir einbýli  kr. 46.800 bóka núna INNIFALIÐ: Flug og skattar samkvæmt ofanskráðu, gisting með morgunverði á cases change-all-post-formats.php comment-get-content comment-list-by-regexp comment-update-content extract-chat-transcript-by-id.php extract-chat-transcript.php fararsnid fix-attachment-anchors.php lib media-import-remote post-get-content post-get-permalink post-list-by-regexp post-update-content remove-all-posts.php hótelum, allar rútuferðir og skoðunarferðir sem tíundaðar eru í dagskrá, fimm glæsilegir kvöldverðir með borðvíni og vatni, einu sinni hádegisverður með vatni, vínsmakk í virtum vínkjallara og einnig í portvínskjallara, aðgangseyrir þar sem hans er krafist og íslensk fararstjórn.

PS.  Ég vil sérstaklega taka fram að engir dagar eru langir rútudagar, lengsti akstur er milli Bussaco og Porto og þar á milli eru 126 km. c.a. eða heldur styttra en milli Reykjavíkur og Stykkishólms.

Það kann vel að vera að einhverjir kjósi að leita annarra leiða við flugþáttinn í þessari ferð og þeim er það velkomið.  Þeir kaupa þá aðeins landpakkann af Fararsniði. Einnig er ekki óalgengt, þegar ferð lýkur í London, að fólk langar til að bæta þar við nóttum.  Þetta er auðsótt mál, viðkomandi verða þá bara bókaðir heim á öðru flugi en hópurinn og nýta þannig allt sitt flug.