Er Hong Kong spennandi borg?

Við sigldum inn í Hong Kong rétt fyrir hádegið og skoðunarferðin okkar hófst klukkan 13:00.  Hong Kong varð að kínversku sjálfstjórnarsvæði 01. júlí 1997.

Áhrif breska heimsveldisins

Bretar komu sér fyrir á þessari eyðieyju árið 1842, eftir að hafa verið hraktir burt frá Canton, þeirri borg sem þeir litu á sem höfuðborg Kína.  Þetta var í kjölfar fyrra ópíumstríðsins, milli Breta og Keisarastjórnarinnar.   Eyjan byggðist hratt upp og 1860 höfðu Bretar samið um afnot af nesinu Kowloon, við sundið gegnt eyjunni.  1898 náðu þeir svo 99 ára samningi um það sem kallað var “new territories”.   Sá samningur rann því út 1997 og fékkst ekki endurnýjaður. Við heimsóttum einn markaðinn enn og ókum upp á Victoria Peak með útsýni yfir borgina, úr 552 metra hæð, en stóðum samt lægra en hefðum við staðið á hæstu byggingu Kowloon.  Á Victoría Peak stendur fæðingar- og æskuheimili Peters Salmon golffararstjóra.

Glæsilegur fulltrúi Íslands

Af alkunnri íslenskri gestrisni hafði svo konsúll Íslands í borginni, Hulda Þórey Garðarsdóttir, boðið öllum hópnum í móttöku á heimili sínu.  Þangað fórum eftir stoppið á Viktoríuhæð og áttum einstaklega fræðandi stund með þeim hjónum.  Þökk sé þeim höfðingslundin.

Á heimili ræðismanns
Á heimili ræðismanns

Mér finnst Hong Kong fallegust í myrkri.  Á daginn er hún yfirþyrmandi með mannmergð sinni, umferðargný og skýjakljúfum.  Hún tekur auðveldlega á móti 15 millj. ferðamönnum á ári.  Hún er, ásamt Singapore, stærsti peningamarkaður veraldarinnar.  

Ljósadýrð loftin fyllir

Stjörnuheimur Hong Kong
Stjörnuheimur Hong Kong

Á kvöldin hinsvegar, kviknar þvílíkt ljósahaf að engin orð fá lýst.  Þá er jafnvel enn skemmtilegra að geta staðið á 14. hæð skemmtiferðaskips, í hæfilegri fjarlægð frá miðborginni og finnast þú standa í miðju stjörnuhvolfi himingeymsins og hafa flestar fegurstu stjörnurnar í kallfæri.

Haustferð til Portúgals

Saga Portúgals er merkileg saga.  Voltaire ritaði “menning og saga þessa lands eyddist á rúmlega einni mínútu”.  Á Allraheilgra messu,  sunnudaginn 01. nóvember 1755”, nánst eyddi jarðskjálfti upp á rúmlega 7 á richter að talið er, þessari borg.  Það sem reist var á rústum stóra skjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi er samt allrar athygli vert. Elsta sagan er öll í Mið-Portúgal, frá Lissabon og norður Porto.   Gamla höfnin þar var nefnd Porto Cale.  Þaðan er nafn landsins komið.  Þar fyrir norðan upphófst landnám kristinna, er þeir hófu að hrekja Márana af höndum sér, um svipað leyti og “krossferðirnar” voru farnar.  Þar má finna keltnesk áhrif í tungmálinu og andlitsfalli íbúanna. Viljirðu frekari upplýsingar um þessa haustferð til Portúgals, smelltu þá á þennan hlekk.

%d bloggers like this: