Stjarna eða blettur á hernaðarsögu

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að það eru alltaf sigurvegararnir sem rita söguna.  Á skipinu með okkur voru Ástralir fjölmennastir og mun svo jafnan vera.  Síðan Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Bretar næstir, í þessari röð, ef ég man rétt, af Vesturlandabúum.

Lennon var á réttri leið

Skoðunarferðir á vegum skipsins, miðast líka við þessa staðreynd.  Mikið var gert úr “The Battle of Okinawa” í lýsingum á því hvað væri þar merkilegt að sjá.  Einnig var minnst á Shuria kastalann og góða verslunargötu. Orrustan um Okinawa gekk út á það að jafna borgina við jörðu.  Fyrir nokkrum árum sættu Serbar bölvun og útskúfun annarra þjóða fyrir að ætla að eyða einni elstu borg Evrópu, Dubrovnik í Króatíu.    

Ein meginbykking Shuriakastala
Ein meginbygging Shuriakastala

Ekki má afsaka þann ljóta leik, en bandaríski flugherinn og öflugustu beitiskip flota þeirra hlífðu engu í Okinawa, ekki heldur Shuria kastala, sem þó mun vera eldri kastalinn í Dubrovnik.

Fegurð sögunnar

Shuria kastali er í dag eitt fegursta dæmi Japana um velmegun, hámenningu og siðfágun.  Bandaríkjamenn lögðu til hluta þess fjár er þurfti til endurbyggingarinnar, hvað annað?  Enn er þó nokkurt verk óunnið í því efni, einkum á kastalahæðinni sjálfri.

Eitt er endurbyggt, hitt er nýtt
Eitt er endurbyggt, hitt er nýtt

Við Gústa gengum 2ja – 3ja kílómetra leið niður að verslunargötunni.  Það var skemmtileg ganga, því þannig sá maður einnig hvernig borgin hafði verið byggð upp eftir stríð.  Heilleg hús virðast hafa verið endurgerð.  Önnur voru byggð í þess tíma arkitektúr, sem minnir mjög á Efra-Breiðholtið.

Þegar einkennin hverfa

Á verslunagötunni sá maður mörg andlit, sem maður kannaðist við af skipinu okkar.  Þá varð manni hugsað til þess, þegar mörg þúsund ferðamönnum er mokað inn á Geysissvæðið í einu, af því að það er skip í Sundahöfn.  Er þetta eina rétta kynningin á landinu okkar?

Góð japönsk máltíð eftir hrærigraut í byggingastíl
Góð japönsk máltíð eftir hrærigraut í byggingastíl

Næsti áfangastaður var Hong Kong og aftur siglt tvær nætur og heilan dag, áður en komið var í höfn í þeirri glæsilegu borg.

%d bloggers like this: