Kínversk eða vestræn áhrif í Suður Kóreu?

Landið sem nú heitir Suður Kórea hét að fornu Pusan og þá er auðvelt að sjá fyrir sér hve gömul veiðistöð og verslunarbær borgin Busan hlýtur að vera, annað dregur nafn af hinu.  Mikið var gert úr því í ferðabæklingum að þarna væri stærsti fiskimarkaður landsins.

APEC húsið í Busan

Annað kennileiti borgarinnar er APEC húsið, sem er þinghús Asia-Pacific Economic Cooperation, sem mætti kannski kalla Efnahagsbandalag Asíu og Kyrrahafsþjóða.  Það stendur á skemmtilegum stað á Geldinganesinu þeirra með fallegu útsýni á miðborgina.   

Austurlenskur framburður á Enskunni

Það var erfitt að skilja innlenda leiðsögumanninn og líkast því að hún væri alls ekki vel klár á því sem hún átti að gera.  Kannski var hún bara feimin við fólk frá landi sem hún vissi ekki einu sinni að væri til. Hún sýndi okkur úthverfi með einhverjum stærsta massa af háhýsum, sem við höfðum séð, meira og minna úr gleri.  30 – 40 hæða háum húsum og öfugt við það sem okkur grunaði, að þetta væru allt skrifstofu þjónustubyggingar, þá voru þetta íbúðarblokkir.  Tæplega fimmtíuþúsund manns bjó þarna í 17 háhýsum.

Íbúðablokkir í Buzan
Íbúðablokkir í Busan

Eins og í flestum þeim löndum, sem við áttum eftir að heimsækja, bjó 3 – 5 manna fjölskylda þarna í 40 fermetra íbúð, plús eða mínus.  Vegakerfið til og frá þessum úthverfum er mikið á uppfyllingum og fjögurra akreina brýr tengja þau einnig við gamla bæinn.

Hátíð í bæ

Aftur hittum við á að heimsækja borg, þar sem hátíð stóð yfir og borgin var svo troðin af fólki að manni stóð stuggur af.  Þessi hátíð hét flugeldahátíðin, einhverskonar Airwaves þeirra í Busan. Það var svolítið eins og að vaða straumþunga á, að komast yfir götuna inn á þennan stærsta fiskimarkað landsins.  Yfirborð árinnar náði mér í geirvörtur, sem er nokkurnveginn hæðarmunurinn á mér og Kóreubúum. Mötuneyti bæjarstarfsmanna Mötuneyti bæjarstarfsmann

Hjá “góðu” fólki

Þó var enn skelfilegra að komast inn á “alþjóðlega markaðinn”, þar óskaði maður sér að hafa björgunarhring eða vesti við hendina.   Í öllu þessu mannhafi fannst manni þó aldrei að maður þyrfti að vara sig á náunganum.  Það segir mikið um ljúfmennsku þessa brosmilda fólks. Frá Suður Kóreu var ferðinni heitið til Nagasaki í Japan.

Haustferð til Portúgals 24. sept. – 01. okt. 2016. Haustið er líklega fegursti og mildasti tími sem ég hef lifað í Portúgal.  Morgnarnir eru fallegir og kvöldin eru mild. Lengi hef ég hlakkað til að geta boðið Íslendingum í ferð um Mið-Portugal, sem er svo auðugt af sögu, menningu og fagurri náttúru.  Þar eru og bestu vínhéruðin og matarmenningin eins upprunaleg og orðið getur. Viljirðu frekari upplýsingar um þessa haustferð til Portúgals, smelltu þá á þennan hlekk.

 

%d bloggers like this: