Batteríin hlaðin fyrir veturinn

Samhentir vinnufélagar

Starfsfólk Grenivíkurskóla er einstaklega samstilltur hópur fólks á ýmsum aldri.  Einn skólaliðinn er amma stórs prósentuhluta allra nemendanna í Grýtubakkahreppi. Sumir þeirra litu þarna vínþrúgur á grein í fyrsta skipti á æfinni, kíwíplöntu hlaðna ávöxtum og bananaklasa þó smáir væru, að ekki sé minnst á signar greinar af ólívum, kirsuberjum, sítrusávöxtum og plómum eða valhnetum.

Aida, 300+ á sviðinu í Arenunni.
Aida, 300+ á sviðinu í Arenunni.

Aida trúði á Sól og Mána

Nokkrir ferðafélagar tóku sig til og fóru eitt kvöldið til Verona og hlýddu á og sáu óperuna Aida í sjálfri Arenunni.  Þar hafa verið haldnar óperusýningar á hverju kvöldi, allt sumarið síðan 1913, er 100 ára afmælis Verdis var minnst. Uppfærslan í ár var einstaklega glæsileg og enn bættist á tignina er fullt tungl skein yfir sviðinu meðan sigurmarsinn var fluttur.

Lokakvöldverður í sveitinni.
Lokakvöldverður í sveitinni.

Ég vil þakka kennurum Grenivíkurskóla fyrir einstaklega góða viðkynningu og óska því hugsjónafólki öllu velfarnaðar í starfi og Grýtubakkahreppi til hamingju með svo vel gerða og samviskusama starfsmenn.

Umsögn um ferðina

Hér er tilvitnun í bréf frá Þorgeiri Rúnar Finnssyni skólastjóra Grenivíkurskóla: „Heilt yfir var þetta algjörlega mögnuð ferð og ég veit að í mínum hópi var mikil og almenn ánægja með allt. Skipulagið gott, hótelið fínt, maturinn frábær, borgar- göngu- og bátsferðir skemmtilegar og fróðlegar, ferðafélagarnir magnaðir og ferðin bara í alla staði frábær. Kærar þakkir fyrir okkur og verið endilega í sambandi þegar þið eigið leið um Grýtubakkahrepp!“

UPPSELT Í SÆLKERAGÖNGU TIL GARDA 2016. Eins og oft áður þurfti bara tvo vinahópa, saumaklúbba til að fylla Sælkeragönguna til Garda næsta sumar 06. – 13. júní.   Við erum ekkert farin að auglýsa Sælkargöngu til Toskana, 13. – 20. júní, frekar en Garda og kannski fer það á sama veg að hún selst bara í einum tölvupósti eða símtali.   Hópar sem hefðu áhuga ættu að senda fyrirspurn hið allra fyrsta. Hér má sjá dagskrá fyrir Sælkeragöngur: 7 dagar í Garda og 9 dagar í Toskana