Grenivíkurskóli í námsferð til Garda

Nú víkur sögu aftur að hópi kennara, sem sameinaði námsferð til Ítalíu við Sælkeragöngu til Garda. Kennarar Grenivíkurskóla flugu til Mílanó 24. ágúst og dvöldu eina viku við Gardavatnið í sólskini og þurrkatíð. Ókosturinn við að fara á þessum tíma er að skólar eru ekki komnir af stað og kennarar ekki mættir til starfa.  Skólar hefjast á Ítalíu um miðjan september og kennarar mæta til verka þann 01.09.

Dante er faðir ítalska ritmálsins
Dante er faðir ítalska ritmálsins

Ég var kominn í samband við mjög virtan kennara úr Veneto héraðinu, sem hefur áralanga reynslu í flytja erindi á ensku.  Hún er enskukennari, en vegna víðtakra starfa sinna fyrir fræðsluyfirvöld, hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á skólahaldi frá öllum hliðum. Það þykir meiri virðing að því að kenna við ríkisskóla á Ítalíu, heldur en við einkaskóla og Elena hafði einmitt þá stuttu áður verið kölluð til starfa í efri hluta eins af ríkisskólunum.  

Það er langt í skólann fyrir börn í Suður Týról.
Það er langt í skólann fyrir börn í Suður Týról.

Hún byggði kynningu sína á fyrirlestrum og pallborðsumræðum.  Í héraðinu norðan við Veneto eru reknir fámennisskólar í allra minnstu sveitunum og var áhugavert fyrir kennara Grenivíkurskóla að heyra lausnir Ítalanna við þesskonar aðstæðum.

Það lítur út fyrir góða uppskeru hjá vínbændum í ár.
Það lítur út fyrir góða uppskeru hjá vínbændum í ár.

Líkt og kennarar Fossvogsskóla í júní, áttu svo kennarar lausar stundir þess á milli og þá var svipuð dagskrá í boði og verið hafði í júní.  Berjarunnar, sem í júní höfðu aðeins borið sætukoppa eða grænjaxla stóðu nú bláir, rauðir eða grænir af berjaklösum.   Grenivíkurskóli kemur áfram við sögu í næsta pistli.

KÓRAR Í SÆLKERAGÖNGUM Á sama hátt og hægt er að fella skólaheimsóknir og fyrirlestra inn í dagskrá sælkeragöngu, þá er einnig hægt að skipuleggja tónleika fyrir kóra dag og dag, en halda samt nær óbreyttri göngudagskrá.  Tveir kórar eru nú þegar búnir að hafa samband með það í huga. Hér má sjá dagskrá fyrir Sælkeragöngur: 7 dagar í Garda og 9 dagar í Toskana