Sennilega eru þær stéttir fáar, sem duglegri eru við að afla sér aukinnar menntunar eða kynna sér nýjungar er lúta að starfi þeirra, en kennarar og leikskólakennarar.
Í fjölda ára hafa þeir farið tugum saman á Education Show í Birmingham, sem þar er haldið um miðjan mars.
Skólaheimsóknir í útlöndum
Í tengslum við þessar ferðir hefur alltaf tekist að koma á skólaheimsóknum, hafi þess verið óskað.
Þá hafa kennarar oft leitað til Fararsniðs um möguleika á hliðstæðum sýningum eða ráðstefnum vestan hafs.
Varmás heitir fyrirtækið sem flytur inn Smart töflurnar til landsins og mjög margir skólar hafa góða reynslu af. Nú hafa Varmás og Fararsnið komist í samband við sýningu sem haldin er árlega, snemma í janúar. Fyrsta ferðin verður farin í janúar 2016.
FETC í Orlando
Flogið verður út 11. jan. og tveir möguleikar eru á heimflugi, 16. eða 19. janúar. Ráðstefnan er á International Drive og hótelið sem fyrir valinu varð er við sömu götu, í göngufæri.
Á þessari ráðstefnu eru einnig vinnustofur og svo að sjálfsögðu sýning á kennsluefni og kennslutækjum.
ER KENNARASTARFIÐ VIRT AÐ VERÐLEIKUM?
Eins og komið hefur fram í síðustu pistlum eru kennarar iðnir við að sækja sér nýjar hugmyndir fyrir starf sitt. Þeir hafa verið svo forsjálir að leggja ætíð hlutfall af launum sínum í endurmenntunarsjóð. Hér fylgir vefslóð fyrir ráðstefnuferð sem skipulögð hefur verið til Orlando í janúar 2016. |