Framundan er tíunda árið sem við Ólafur Sigurðsson hjá Varmás, bjóðum upp á ferð fyrir kennara á hina vinsælu kennarasýningu í Birmingham. Flugdagarnir eru 16. mars til Manchester og til baka frá Heathrow 20. mars. Einnig er hægt að fara í gegnum London 17.-20. mars, sjá nánar fyrir neðan. Líkt og í fyrra er gist á Radisson BLU í miðborg Birmingham og Melia White House Hotel í London. Hægt er að fljúga heim frá London með hádegisvél eða kvöldvél.
Stundum hafa heilu skólarnir farið saman og í raun gert úr þessu árshátíðarferð. Í því sambandi eru ýmsir möguleikar og man ég að fyrir einn Reykjavíkurskólann bókaði ég stóran sveitapöbb nærri Birmingham, en þar er matur oftast mjög góður, í viðbót við hina skemmtilegu bresku pöbbastemmningu. Venjan hefur verið að fara í stutta gönguferð út frá hótelinu, til að hjálpa hópnum að rata, hvort sem er í veitingahúsahverfið eða verslunamiðstöðina Bullring. Í Birmingham er stærsta samfélag austurlandabúa, af bresku borgunum, ef frá er talin London. Þess vegna er gnótt austurlenskra veitingastaða í borginni.
EDUCATION SHOW Í BIRMINGHAM MARS 2016 Eins og að ofan greinir, bjóðum við ferð á Education Show í Birmingham. Flugdagar eru: 16. – 20. mars, flogið er út til Manchester og heim frá London. Vegna mikillar eftirspurnar býðst nú einnig: 17. mars: Út til London Heathrow, brottför 8:30, lending 11:30 20. mars: Heim frá London Gatwick, í boði er: brottför 12:30, lending 15:30 EÐA brottför 20:55, lending 23:55 Smelltu hér fyrir ferðalýsingu og bókanir. |