Á hvaða öld steig Íslendingur fyrst á kínverska grund?

Eftir nokkra umfjöllun um ferðir kennara til endurmenntunar ætla ég nú víkja að gjörólíku efni.

Fyrst ætla ég þó að koma því áleiðist til lesenda, sem eru í ferðahug fyrir næsta ár, að mjög erfitt er orðið að finna flugsæti til vinsælla áfangastaða.  Allavega ekki á hvaða dagsetningu sem er.  

Ef þú ert í þeim hugleiðingum að leita til mín, þá mælist ég til þess að þú hafir samband í þessari viku, vegna þess að …………………  

ég er á leið til Austurlanda fjær á næsta laugardag, 03. oktober.

I´m leaving on a jet plane

Ég tók að mér að fara sem fararstjóri fyrir 23 manna hópi, er flýgur til Peking næsta laugardag og dvelur þar í þrjár nætur.   

Kínamúrinn

Eftir það tekur við 15 daga sigling um Kínahaf, þar sem stoppað er í Suður Kóreu, tveim borgum í Japan, tvær nætur í Hong Kong og aðrar tvær nætur í Vietnam. Þaðan er siglt til Singapore og loks er  flogið til baka til Helsinki.  

Alls eru þetta 22 dagar, sem Vita ferðir hafa sett saman.  Það verður ekkert nema ánægjulegt að verja þeim dögum með góðu fólki frá Íslandi, sem þyrstir í að skoða heiminn frá mörgum sjónarhornum.

Þegar orðunum sleppir og þú stendur á staðnum

Ég hef oft sagt að íslendingar kunna vel að ferðast og koma vel undirbúnir í langa og spennandi ferð.  Ég ákvað því að undirbúa mig fyrir þessa ferð með því að lesa ekki eina einustu ferðamannahandbók, það hafa farþegarnir mínir flestir gert af kostgæfni.

Ég hef hinsvegar grafið upp og lesið bækur, gamlar og nýjar er segja vel frá einstökum atburðum og persónum úr sögu þeirra landa, sem við heimsækjum.  Margir okkar bestu rithöfunda hafa skrifað um þessi lönd, bæði af persónulegri reynslu sinni og eða byggt á traustum heimildum.

Þetta eru menn eins og Sverrir Kristjánsson sagnfæðinur og snilldarpenni, Ragnar Baldursson, námsmaður í Kína 1975 – ´79, að ógleymdum Jóhanni Hannessyni.  

Með hjálp góðra vina hef ég fundið frásögn trúlega fyrsta Íslendingsins sem steig á kínverska grund árið 1760.  Ég fann grein um fyrstu íslensku konuna, fædda upp á Havalfjarðarströnd, sem settist að í Kína árið 1902.  Þá náði ég að heimsækja fyrstu íslensku konuna, sem fæddist í Kína árið 1928 en fluttist heim barn að aldri.

Árni Magnússon sigldi til kína 1759, 33 ára gamall.
Árni sigldi til Kína 1759, 33 ára gamall.

Ég las viðtalsbók við bandaríska hermenn og liðþjálfa, sem sögðu frá þeim hryllingi sem þeir skópu í Víetnam og hefði átt að duga til að mannkynið færi aldrei oftar í stríð.  Það er þó ekkert útlit fyrir að slíkir draumórar verði að veruleika á næstunni.

Þá hef ég viðað að mér nokkrum skrifum um kínverska heimspeki, sem að minnsta kosti á “hippaárunum” þótti gott að geta vitnað í.  “Bókin um veginn” var þá talin taka Biblíunni og Hávamálum langt fram, en sumir eignuðust “Rauða kverið” og trúðu á það.

Ferðasaga mun trúlega birtast með vetrinum

ER HÓPURINN ÞINN Á ÚTLEIÐ 2016?

Nú finn ég að margir hópar hugsa sér til hreyfings með hækkandi sól á næsta ári. Eins og komið hefur fram í ferðasögum Fararsniðs, hefur verið vinsælt að aðlaga Sælkeragöngurnar að þörfum kóra, kennarahópa og vinahópa af ýmsu tagi.

Gjarnan hef ég splæst saman skólaheimsókn, tónleikum og séróskum við Sælkeragönguna.

Þrír slíkir hópar, kórar og kennarar, hafa þegar þegar leitað til mín og breyttu allir dagsetningum til að ná nægum flugsætum.

Hér má sjá Sælkeragöngur – 7 dagar í Garda og 9 dagar í Toskana