Hvar voru karlkennararnir? Við sáum engan á staðnum

Kennarar Fossvogsskóla heimsóttu annan skóla í Veróna (sjá fyrri pistil) og sá var rekinn af ríki og borg.  Húsakynni voru þar rúmgóð en kennslutæki fremur fátækleg.  Það var á hinn bóginn unun að skynja einlægan eldmóð og heyra þau afrek sem þarna voru unnin í kennslu og til þroska barnanna.  

Lítið um karlkennara

Hópur kvenkennara og kennaranema tóku á móti okkur, enginn karlkennari.  Kannski var um að kenna tungumálörðugleikum að einhverju leyti, því aðeins sumar kvennanna treystu sér til að taka þátt í samræðum Glærusýning leiddi hópinn gegnum ítalska skólakerfið, allt frá ráðuneyti niður á skólalóð.  Ljóst var að mikil vinna er innt af hendi, sem ekki er greitt sérstaklega fyrir, ekki síst þegar stundaskrá er brotin upp og list og verkgreinar taka höndum saman um viðburði og ýmsar sjónlistir.

Næði til að njóta

Að heimsóknum og fræðsluerindum loknum var komið að dagskrá Sælkeragöngunnar.  Nú gátu kennararnir snúið sér að því að njóta hins besta í matar og vínmenningu Ítalíu.

Grafhýsi Scalafeðga í Verona
Grafhýsi Scalafeðga í Verona

Þá voru farnar a.m.k. þrjár ólíkar gönguferðir um skóga og hæðadrög, með vatninu og um sjálfa Verónsborg.   Gróðurinn á Gardasvæðinu er með allra fegursta móti á þessum tíma og því dásamlegt að ganga um sveitir og hjalla, innan um vínvið, ólífuakra og heimagarða fulla af kryddplöntum og öðrum nytjajurtum. Siglt var á Gardavatni einn daginn og vinalegustu smábæirnir skoðaðir beggja megin vatns og svo kynntust kennarar mismunandi veitingastöðum, frá einföldum fjölskyldustöðum og til úrvals veitingastaða sem flestir gætur borið a.m.k. eina Michelin stjörnu.

Gamla höfnin í Malcécine
Gamla höfnin í Malcécine

Kennarar Fossvogsskóla eru einvalalið hugsjónafólks, sem vinnur störf sín gleðinnar vegna og sækist ekki eftir ljóskeilu frægðar.  Hafi þeir þökk fyrir viðkynninguna og samveruna.

SÆLKERAGANGA TIL TOSKANA 2016 VERÐUR 13. – 22. júní Auðséð var að gönguferðirnar höfðu góð áhrif á samheldni kennarahópsins, sem þó var mikil fyrir.  Það sama má segja um allar glæsimáltíðirnar á fallegum stöðum, yfir góðum mat og vínum.  Sem gamall skólastjóri hika ég ekki við að fullyrða að svona kennaraferð gerir góðan skóla betri. Hér fylgir ferðadagskrá fyrir Sælkeragöngu til Toskana.