Ferðasaga Fossvogsskóla júní 2015

Kennarar í fróðleiksleit

Það er algengt að kennarar einhvers skóla í heild sinni taki sig saman og fari í kynnisferð um áhugaverð lönd eða menningarsvæði í leit að nýjum hugmyndum og vinnulagi í skólastarfi. Tveir slíkir kennarahópar lögðu leið sína til Norður-Ítalíu í ár, á vegum Fararsniðs, en fyrir slíkar kennaraferðir hefur mér einmitt tekist að byggja upp tengslanet sunnan til í Evrópu.

Innsbruck, ich muss dich lassen

Yfirskriftin er titill á einum þekktasta skólasöng Evrópu. Fossvogsskóli var bundinn af dagsetningum í sinni ferð og þurfti því að velja flug til og frá Munchen þó ferðinni væri heitið á Garda svæðið.  Því var tækifærið nýtt til að staldra við í Innsbruck á leið til Ítalíu og kynnast skólahaldi í Týról, Austurríki.  

Háskólabærinn Innsbruck.
Háskólabærinn Innsbruck.

Skólayfirvöld þar í borg höfðu mikið skipulag við móttöku kennara Fossvogsskóla og fyrirlestrar og vettvangsskoðun leiddi margt spennandi í ljós.  Innsbruck er ein þessara fornu háskólaborga og er ein af perlum Evrópu.

Skólahald í Verona

Í Verona voru tveir skólar heimsóttir og báðir mjög áhugaverðir, þó gjörólíkir væru.   Fyrst heimsóttu kennarar kaþólskan skóla í miðborginni.  Hann er rekinn af nunnum, en fylgir að sjálfsögðu sömu námskrám og aðrir, sem enda eru lögbundnar.  Mikil ásókn er í þennan skóla og komast ekki allir að sem um sækja, þó greiða þurfi skólagjöld

Arena di Verona.
Arena di Verona.

Daginn sem heimsóknin stóð yfir voru nemendur og foreldrar að hitta kennara og fá einkunnir úr prófum vorsins.  Það vakti athygli mína að einkunnir voru birtar á ganginum framan við móttöku skólans. Meira í næsta pistli.

 

Ferðadagskrá til Garda 22. – 29 ágúst 2018

 https://fararsnid.is/saelkeraferdir/garda/