Sælkeralíf í Toskana

Ég hvarf frá Toskana í síðasta pistli, en átti þá margt eftir í umfjöllun um ferðina í júní s.l. Það er föst regla, í ferðum Fararsniðs, að farþegar þurfi að vinna fyrir góðri máltíð að kveldi, með því að hreyfa sig hæfilega yfir daginn.  

Leonardo da Vinci

Litli bærinn Vinci, fæðingarbær Leonardo da Vinci er í 20 mín. aksturfjarlægð frá hótelnu okkar.  Við létum aka okkur að fæðingarheimili hans, sem stendur í nokkurri fjarlægð fyrir ofan bæinn og þaðan gengum við niður hrygginn að þorpinu Vinci.   Leonardo da Vinci Þar heimsóttum við safn, sem ber nafn hans og geymir úrval teikninga og útreikninga af flestum hans mögnuðustu verkfræði niðurstöðum. Að því loknu heimsóttum við bónda sem vinnur sína eigin olíu og sýndi hann okkur mismunandi framleiðsluleiðir, eftir því hvort er verið að framleiða “extra virgine” eða léttvægari olíu.  Að sjálfsögðu vildi hann bjóða upp á hressingu í lokin og einhverjir keyptu af honum flösku eða tvær til að hafa með heim.

Flórens hin eina og sanna

Leonardo da Vinci og Flórens eru svo sterkum böndum tengd að það er eðlilegt framhald að næsti dagur sé heimsókn þangað.  Syndin er þó að einn dagur er ekki nóg til að skoða borgina, en meira en nóg í allri mannmergðinni sem þar er í júní.   Florence-David Þangað fórum við í lest, því hún fær að fara nær miðborginni en rútur hafa leyfi til.  Við gengum í 2,5 tíma eða svo og svo var frjáls tími. Þetta var næstsíðasti dagur og lokakvöldverður var á glæsilegum stað á torginu í Montecatini Alto.  Fyrir utan vín og vindla er eitt sem toskanabúar stæra sig helst af til saðningar holdsins.  Það eru nautasteikurnar.  Á þessum stað eru þær bestu sem ég hef snætt í Toskana.

Ferðalok

Heimferðardagur var nýttur til hins ýtrasta.  Komið að skakka turninum í Piza, ekið með fallegustu ströndum Toskana og svo tekið gott stopp til hádegisverðar í syðsta bænum af “þorpunum fimm”, Cinque Terre.  Þaðan var svo ekið norður til Milano í veg fyrir heimflug. Leaning-Tower-of-Pisa-Photo Þegar sælkerahópurinn var kvaddur var þegar kominn hópur kennara úr Reykjavík, á vegum Fararsniðs, bæði til að kynna sér skólahald í Týrol og Ítlíu, en einnig matarmenningu og listir lands og þjóðar. Ég segi frá því í næsta pistli.

%d bloggers like this: