Jólamarkaðurinn í Salzburg

Fararsnið fór í fyrra með góðan hóp á aðventuferð til Salzburg í Austurríki.  Þrátt fyrir að um var að ræða fyrstu helgi Aðventu var markaðurinn kominn á fullt.  Öll torg og húsasund dásamlega skreytt greni og jólaljósum.  Angan af Toddý og Jólaglöggi í loftinu og bros á hverju andliti.

MATUR er manns gaman

 

Tónlist og klæðnaður frá dögum Mozarts.
Tónlist og klæðnaður frá dögum Mozarts.

Við snæddum á hótelinu fyrsta kvöldið og þá náði hópurinn strax að kynnast.  Aðrar máltíðir voru þjóðlegar og lokakvöldverðurinn öllum ógleymanlegur, snæddur undir mörgum af óperuperlum Mozarts og flutningurinn afskaplega góður.

Sveitamarkaðurn við Helbrunn höll.
Sveitamarkaðurn við Helbrunn höll.

Sagan og sveitin

Við fórum í létta gönguferð um þessa fallegu smáborg undir leiðsögn heimamanns.  Veðrið var gott og garðar og torg ljómuðu í sólinni.  Í elsta hluta bæjarins gengum við um einhvern fallegasta kirkjugarð sem ég hef komið í.  Mér var ekki einu sinni ljóst að það gæti legið sérstök fegurð í kirkjugörðum.

Við fórum svo í hálfs dags sveitaferð, þar sem við komum í kapellu þá sem reist var til heiðurs og minningar um höfunda útbreiddasta jólalags veraldarinnar, Heims um ból.  Þaðan ókum við áfram að einni af sumarhöllum erkibiskupsins, á sveitamarkað sem kúrði þar í hallargarðinum.  Þarna gat að líta enn meira handverk en á hinum markaðnum, svo sem útskurðarmenn og glerlistamenn.

Þarna var líka kvikmynduð senan úr Sound of Music, þar sem sungið er lagið “I am sixteen, going on seventeen”.

Það verður ánægjulegt að endurtaka þessa ferð dagana 07 – 10. des. n.k.

Talið er að kaffi hafi borist til Evrópu gegnum Austurríki.
Talið er að kaffi hafi borist til Evrópu gegnum Austurríki.

Þar sem við erum nýkomin úr Sælkeragöngu til Garda, er ekki úr vegi að halda áfram í næstu póstum að segja frá matar og menningar upplifunum sumarsins í því stórkostlega landi.