Sælkeragangan til Toskana þótti vel heppnuð og sérlega áhugaverð og fjölbreytt. Sigurður Bergsson tók forsíðumyndina í þjóðgarðinum.
Flóran og Fánan
Fjórði dagur er sá sem oftast kemur á óvart hjá ferðalöngunum. Gangan er afar þægileg, engar brekkur en mikið útsýni í sveitinni. Stærsti þjóðgarður Toskana og verndasvæði 60 fuglategunda, sem sumarhverjar voru horfnar úr Toskana um miðja síðustu öld, ýmist vegna ofveiði eða þurkunar lands. Á leið okkar urðu einnig fágætar og framandi plöntur og tré. Eftir hressandi gönguferðina snérum við aftur heim á hótel og áttum frjálsan dag til kl. 17:00. Þá heimsóttum við vínsérfæðing “sommelier” sem kynnti fyrir okkur helstu vínhéruð og helstu þrúgur Ítlaíu. Mikið var smjattað og rætt um mismunandi bragð og eftirbragð, angan og lit. Engir dallar á borðinu til að skila vínunum og gladdi það alla.
Að smökkun lokinni var haldið heim á hótel til kvöldverðar. Eftir góðan kvöldverð var sest út á veröndina og þar stofnaði Reynir Toskanakvartettinn, sem allir reyndust vera tonórar og urðu fimm talsins. Fyrir vikið ætti hann sennilega heima í Heimsmetabók Guinnes. Næst dagur var frjáls og nýtti fólk sér sundlaugargarðinn eða slakaði á í þessum friðsæla bæ Montecatini Terme.
Gestrisið sveitafólk
Sjötti dagur kom mörgum á óvart. Rútan flutti hópinn upp í fjallaskörðin fyrir ofan Pistoia og á göngunni var gömlu lestarteinunum fylgt til að byrja með. Vinur göngufararstjórans ítalska, sem þar við vinnu, tjáði henni að í dag væri eina kaffihúsið lokað, í fjallaþorpinu sem átti að heimsækja. Hann lagði því verkfærin frá sér og gekk með hópnum og er þorpinu var náð beið heitt á könnunni heima í garði hjá fjölskyldu hans. Þetta þótti íslendingum sérstakt.
Rétt neðan við þorpið beið rútan okkar og flutti okkur í bæinn Pistoia, sem alltof fáir heimsækja. Þar var snæddur hádegisverður og bærinn skoðaður á eftir. Á leið til baka heim á hótel var stoppað í einni af mörgum gróðurstöðvum Pistoia, en hún er stundum nefnd gróðurhús Toskana.
Michelin eða ekki Michelin
Um kvöldið var kvöldverður snæddur í enn einum miðaldabænum, sem stendur hátt. Var stórkostlegt útsýni af veitingastaðnum og unun að sjá myrkrið færast yfir sveitina og fyllast af ljósum í staðinn.

Rútan beið okkar á meðan og svo ókum við gegnum þorpið sem er sögusvið sögunnar af Pinocchio, honum Gosa. Í gegnum tónlist endurreisnarinnar og barokktónlistarinnar gætti ítalskra áhrifa um alla Evrópu í margar aldir. Ein borg sem lengi var undir ítölskum menningaráhrifum er Salzburg í Austurríki. Þangað förum við í næsta pistli.