Ameríka kvödd

Nú hefur orðið langt hlé á pistlaskrifum og kemur helst til mikil umsýsla við ameríska sinfóníuhljómsveit, sem hingað kom á mínum vegum.  Það er því við hæfi að ljúka umfjöllun um ameríska veitingastaði í framhaldi af dvöl þeirra hér á landi. Ég get lofað ykkur því að þessi 60 manna hópur fékk fjölbreyttari útgáfu af íslenskri matargerð á 6 daga dvöl sinni, en ég fékk á minni 12 daga dvöl í Florida.

Dæmigerður Amerískur hamborgari
Dæmigerður Amerískur hamborgari

Maður spyr sig

Hversvegna er þessi hugsun, að matur eigi að vera mikill, svona ríkjandi hjá ameríkönum? Hvervegna er ekki lagt upp úr því að viðskiptavinurinn geti notið stundarinnar á veitingastaðnum, í ró og næði? Er það hraðinn á öllu sem ræður því að þú ferð á veitingastað til að skófla í þig mat og drífa þig svo aftur út og ljúka einhverju sem skiptir meira máli. Hefur hinn “kraumandi suðupottur” margra þjóðarbrota kallað á að matur skuli allur verða meira og minna eins, svo hann höfði til allra?  Er það virkilega þannig að ef þú færð t,d, vínarsnitsel með mexíkóskum kryddum, þá höfði hún til bæði austurríkismanna og mexíkóa?

Skemmtilegur Amerískur veitingastaður
Skemmtilegur Amerískur veitingastaður

Er eitt betra en annað?

Því fer fjarri að ekki séu til “góðir” veitingastaðir í henni Ameríku, það vitum við.  Þeir eru bara ekki auðfundnir og gæði þeirra virðast metin eftir öðrum gildum en hér í Evrópu. Stórborgir Ameríku eiga flestar sitt Kínahverfi, ítalska hverfi, gríska hverfi o.s.frv.  Í þessum hverfum eru frábær veitingahús í anda gömlu föðurlandanna.  Þessi staðir eru mikið sóttir og betra að bóka þá með löngum fyrirvara.  Það er einmitt allt til í Ameríku, en hún er stór og það tekur tíma að finna það sem maður leitar að.