Amerísk matarmenning

Þegar inn er komið er rökkvað, suður-amerísk tónlist, ekki of hávær.  Stólar og borð eru dökk og þunglamaleg, ekki dúkuð og það er skemmtilegur erill á staðnum, enda viðurkenndur staður og þar að auki 5. maí, sem fyrir mexicóana er eins konar 1. des. hjá okkur.

Snarl eða forréttur?

Allir boðnir velkomnir, börn og fullorðnir og borð gert klárt fyrir fjóra fullorðna og tvö börn.  Strax var komið með rjúkandi heitt, það sem í álpokum hérlendis er kallað “nachos”, borið fram með sterkri rauðri sósu.  Stuttu seinna bættist á borðið vel útilátið quakamole. images Þetta er fínasta snarl, sem áður en maður veit af, er orðið að stórum forrétti.  Það er nú einu sinni þannig að þegar maður er kominn út að borða og bragðgóð næring er komin á borðið, þá fær maður sér einn til tvo bita og þegar þeir eru orðnir tveir, því þá ekki að fá sér tvo í viðbót undir spjallinu við skemmtilega borðfélaga. CocinaRealdrinkCombination Svo var spurt um drykki og ég hafði tekið eftir einu borði, þar sem borðvín var notað.  Á öðrum borðum sá ég stórt kókglas, sumsstaðar margaríta, jafnvel mohito.  Undrun mín var fullkomnuð þegar ég sá að þetta var ekki fordrykkur, heldur það sem hafa átti með matnum.