Ljúfeng máltíð í Lissabon

Verðlag skiptir ferðamanninn alltaf miklu máli.  Þjónustan og viðmótið eru stór þáttur í því að gleðja ferðamannin, allir vilja jú fá hann aftur í heimsókn.

Sjávarfang, vín og viðmót

Það er einstakur ilmur í lofti þegar gengið er um götur og torg Lissabon. Fiskurinn er ennþá skör hærra settur á matseðlinum, en kjötréttirnir.  Auðvitað er nautakjöt alltaf dýrt, hvar sem er í heiminum, en í Portúgal er það skelfiskurinn og þesskonar lostæti, sem talið er taka öllu öðru fram að gæðum og verðgildi. lf3.1 2 Fyrir Portúgölum er það líka enn hátíðleg stund að bera fyrir mann þeirra eftirlætis saltfiskrétt og maður fær svolitla aukaathygli og þjónustu í kaupbæti. Vínin í Portugal verða sífellt betri og þú getur enn fundið ódýra og góða staði, sem heimamenn kjósa, rétt eins og fokdýra túristastaði. Bæði þjónusta og viðmót er það sem oftar en ekki greinir einn stað frá öðrum.  Hamborgarar eða nautalund bragðast sem sé yfirleitt eins hvar sem er í heiminum. lf3.2 2 Með viðmóti á ég kannski við útlit og innviði veitingahússins ekki síður en viðmót starfsfólks.  Er staðurinn notalegur og bjartur?  Þægileg sæti og þjónustan nægileg en ekki ýtin?  Slík notalegheit eru einkennandi fyrir portúgalska veitingastaði. Næst til Flórída.

%d bloggers like this: